Öruggt hjá Arsenal og City í bikarnum

Fjölmörgum leikjum var að ljúka í þriðju umferð enska FA-bikarsins í knattspyrnu og voru úrvalsdeildarlið meðal annars á ferðinni. Arsenal og Manchester City komust auðveldlega áfram í næstu umferð.

Bæði mættu þau liðum úr úrvalsdeildinni. Ríkjandi meistarar Arsenal höfðu betur gegn Sunderland, 3:1, eftir að hafa lent undir. Jermain Lens kom Sunderland yfir en Joel Campbell, Aaron Ramsey og Oliver Giroud innsigluðu sigur Arsenal.

City hafði betur á útivelli gegn Norwich, 3:0. Sergio Agüero, Kelechi Iheanacho og Kevin De Bruyne skoruðu mörkin og var sigurinn aldrei í hættu.

Jóhann Berg Guðmundsson og félgar í Charlton eru úr leik eftir tap fyrir Colchester, 2:0, en Jóhann Berg var ekki með. Þá var Björn Bergmann Sigurðarson í byrjunarliði Wolves sem tapaði fyrir West Ham 1:0, en Björn fór af velli á 53. mínútu.

Af úrvalsdeildarliðum komust Watford, Crystal Palace, Everton, Stoke og Bournemouth áfram en Newcastle og Southampton eru á meðal liða sem eru úr leik. West Brom og Bristol City þurfa að mætast aftur eftir að hafa gert jafntefli.

Staðfest úrslit má sjá hér að neðan, en fylgst var með gangi mála í helstu leikjum hér á mbl.is.

Wycombe Wanderers - Aston Villa, 1:1 
Arsenal - Sunderland, 3:1
Norwich City- Manchester City, 0:3
Watford - Newcastle, 1:0
Southampton - Crystal Palace, 1:2
Everton - Dagenham & Redbridge, 2:0
Birmingham - Bournemouth, 1:2
Colchester - Charlton Athletic, 2:1
Doncaster Rovers- Stoke City, 1:1
Eastleigh - Bolton Wanderers, 1:1
Hartlepool - Derby County, 1:2
Huddersfield Town- Reading, 2:2
Hull City - Brighton Hove & Albion, 1:0
Ipswich Town - Portsmouth, 2:2
Leeds - Rotherham United, 2:0
Middlesbrough - Burnley, 1:2
Northampton Town - Milton Keynes Dons, 2:2
Nottingham Forest - Queens Park Rangers, 1:0
Peterborough United - Preston North End, 2:0
Sheffield Wednesday - Fulham, 2:1
West Bromwich Albion - Bristol City,2:2
West Ham United - Wolverhampton Wanderers, 1:0
Brentford - Walsall, 0:1
Bury - Bradford City, 0:0
Newport Countuy - Blackburn Rovers, frestað vegna veðurs.

16.52 Leikjunum er að ljúka. Staðfest úrslit má sjá hér efst um leið og þau berast.

16.51 Mark! West Brom - Bristol City 2:2. Úrvalsdeildarliðið jafnar. James Morrison gerir það á lokamínútunni og virðist vera að tryggja annan leik.

16.48 Mark! Everton - Dagenham & Redbridge 2:0. Kevin Mirallas að tryggja þetta fyrir Everton.

16.42 Mark! West Ham - Wolves 1:0. Hamrarnir komast yfir gegn Birni og félögum. Nikica Jelavic skorar.

16.40 Mark! West Brom - Bristol City 1:2. Gestirnir komnir yfir gegn úrvalsdeildarliðinu. Kieran Agard skorar.

16.39 Mark! Norwich - Manchester City 0:3. Gestirnir að klára þetta, Kevin De Bruyne að skora.

16:32 Mark! Arsenal - Sunderland 3:1. Arsenal-menn að klára þetta. Oliver Giroud skorar.

16.30 Mark! West Brom - Bristol City 1:1. Gestirnir fljótir að jafna gegn úrvalsdeildarliðinu og það er Jonathan Kodjia sem það gerir.

16.29 Mark! Arsenal - Sunderland 2:1. Heimamenn eru komnir yfir og það er Aaron Ramsey sem skorar.

16:25 Mark! West Brom - Bristol City 1:0. Saido Berahino brýtur ísinn fyrir West Brom.

16:23 Mark! Southampton - Crystal Palace 1:2. Wilfried Zaha kemur Palace yfir á ný.

16:13 Mark! Doncaster - Stoke 1:2. Jonathan Walters kemur Stoke yfir á ný

16.09 Mark! Southampton - Crystal Palace 1:1. Oriol Romeu jafnar fyrir heimamenn.

15.45. Mark! Watford - Newcastle 1:0. Troy Deeney kemur Watford yfir. 

15.33. Mark! Everton - Dagenham & Redbridge 1:0. Arouna Kone kemur Everton yfir. 

15.32. Mark! Norwich - Manchester City 0:2. Kelechi Iheanacho tvöfaldar forystu Manchester CityIheanacho hefur skorað tvö mörk og lagt upp jafn mörg í þremur leikjum fyrir Manchester City. 

15.29. Mark! Southampton - Crystal Palace 0:1. Joel Ward kemur Palaceyfir.

15.26. Mark! Arsenal - Sunderland 0:1. Joel Campbell jafnar metin fyrir Arsenal sem hefur titil að verja í keppninni.

15.17. Mark! Arsenal - Sunderland 0:1. Jeremain Lens kemur Sunderlandóvænt yfir á Emirates.

15.16. Mark! Norwich - Manchester City 0:1. Sergio Aguero kemur Manchester City yfir.  

15.15. Mark! Stoke - Doncaster 1:0. Peter Crouch skorar í 40. leik sínum í enska bikarnum og kemur Stoke City yfir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert