Aron Einar og Gylfi Þór úr leik

Landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson léku hvorugir með liðum sínum þegar lið þeirra, Cardiff og Swansea, féllu úr leik í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Cardiff tapaði fyrir Shrewsbury og Swansea beið lægri hlut gegn Oxford. 

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í leikmannhópi Swansea sem laut í lægra haldi gegn Oxford á Kassam Stadium, heimavelli Oxford.

Chelsea fór áfram í fjórðu umferð með því að leggja Scunthorpe að velli með tveimur mörkum gegn engu. Carlisle og Yeovil þurfa að mætast á nýjan leik þar sem liðin gerðu 2:2 jafntefli. 

Diego Costa skoraði fyrra mark Chelsea í upphafi leiksins og Ruben Loftus-Cheek bætti við öðru marki Chelsea um miðjan seinni hálfleikinn. 

Guus Hiddink er enn taplaus sem knattspyrnustjóri Chelsea, í ensku bikarkeppninni, en Hollendingurinn stýrði liðinu til sigurs í keppninni árið 2009. 

Tottenham og Leicester þurfa að mætast á nýjan leik, en liðin gerðu 2:2 jafntefli á White Hart Lane, heimavelli Tottenham í dag .

Christian Eriksen og Harry Kane skoruðu mörk Tottenham og Marc­in Wasi­lewski og Shinji Okazaki svöruðu fyrir Leicester. 

Aron Einar Gunnarsson sat allan tímann á varamannabekk Cardiff þegar liðið laut i gras gegn Shrewsbury með einu marki gegn engu á heimavelli sínum, Cardiff City Stadium, í síðasta leik dagsins. 

Úrslit í leikjum dagsins

Oxford United - Swansea City, 3:2 
Carlisle United - Yeovil Town, 2:2
Chelsea - Scunthorpe United, 2:0 
Tottenham Hotspur - Leicester City, 2:2
Cardiff City - Shrewsbury Town, 0:1
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert