Austin kominn aftur í úrvalsdeildina

Charlie Austin fagnar marki.
Charlie Austin fagnar marki. AFP

Enski framherjinn Charlie Austin er genginn í raðir úrvalsdeildarliðsins Southampton frá B-deildarliði QPR, en kaupverðið er um fjórar milljónir punda.

Austin skoraði 18 mörk fyrir QPR í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, en liðið féll. Hann var gríðarlega eftirsóttur í sumar og verðmiðinn var sagður mjög hár, en hann hélt engu að síður kyrru fyrir hjá QPR.

Samningur hans átti að renna út í sumar sem þýddi að QPR var frekar tilbúið til þess að láta hann á lægra verði en í sumar svo hann færi ekki frítt eftir tímabilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert