Ótrúleg dramatík hjá Chelsea – Öruggt hjá City

Fimm leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Manchester City skaust þá meðal annars á toppinn og Chelsea jafnaði á áttundu mínútu uppbótartíma, en fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Manchester City vann öruggan sigur á Crystal Palace og settist um leið í toppsæti deildarinnar. Liðið er með 43 stig eins og Arsenal en með betra markahlutfall eftir 3:0 sigur í dag. Sergio Agüero skoraði tvö mörk eftir að Fabian Delph kom City yfir. Leicester getur hins vegar hirt toppsætið með sigri á Aston Villa í síðasta leik dagsins.

Englandsmeistarar Chelsea komust í hann krappann gegn Everton á heimavelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik varð fyrirliðinn John Terry fyrir því óláni að skora sjálfsmark og koma Everton yfir. Skömmu síðar tvöfaldaði Kevin Mirallas forskot þeirra, áður en meistararnir sneru blaðinu við.

Diego Costa minnkaði muninn á 64. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Cesc Fábregas metin eftir undirbúning frá Costa. Dramatíkin var hins vegar ekki búin því í uppbótartíma skoraði Ramino Mori fyrir Everton og virtist sannarlega vera að tryggja þeim sigur, 3:2. Svo reyndist þó ekki. Á áttundu mínútu uppbótartímans jafnaði John Terry metin fyrir Chelsea í 3:3 og tryggði þeim annað stigið.

Í Newcastle fengu heimamenn West Ham í heimsókn. Þeir svarthvítu byrjuðu mjög vel og komust snemma í 2:0 með mörkum Ayoze Pérez og Georginio Wijnaldum, en Nikica Jelavic minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik. Aleksandar Mitrovic óð í færum til að bæta við fyrir Newcastle en það skipti ekki sköpum því lokatölur urðu 2:1.

Newcastle komst því upp úr fallsæti með sigrinum en sendi Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea í niður í átjánda sætið. Swansea mætir Watford á mánudagskvöld.

Southampton og Bournemouth unnu bæði örugga sigra. Bournemouth hafði betur í nýliðaslag gegn Norwich, 3:0, og Southampton fór illa með West Brom, einnig 3:0. Öll úrslit og markaskorara má sjá hér að neðan.

Bournemouth – Norwich 3:0 - leik lokið
(Gosling 10., Daniels 54., Afobe 75.)
Chelsea – Everton 3:3 - leik lokið
(Costa 64., Fábregas 66., Terry 90. - Terry (sjálfsm.) 50., Mirallas 56., Mori 90.)
Man City – Crystal Palace 4:0 - leik lokið
(Delph 22., Agüero 41., 68., Silva 84.)
Newcastle – West Ham 2:1 - leik lokið
(Ayoze 6., Wijnaldum 16. - Jelavic 49.)
Southampton – West Brom 3:0 - leik lokið
(Ward-Prowse 6., 35., Tadic 72.)

16.57 Öllum leikjunum er lokið. Þvílík veisla!

16.54 Mark! Chelsea – Everton 3:3. Vá! Á áttundu mínútu uppbótartíma jafnar John Terry, sem skoraði sjálfsmark fyrr í leiknum, metin fyrir Chelsea!

16.50 Leikjunum er sumum lokið, það er mert hér að ofan. Það eru sex mínútur í uppbótartíma hjá Newcastle og West Ham.

16.47 Mark! Chelsea – Everton 2:3. Vá, í uppbótartíma skorar Ramino Funes Mori og virðist vera að tryggja Everton sigurinn með mark eftir hornspyrnu.

16.43 Mark! Man City – Crystal Palace 4:0. Þetta er komið og rúmlega það hjá City. David Silva setur þriðja markið sex mínútum fyrir leikslok eftir undirbúning frá Agüero.

16.33 Mark! Bournemouth – Norwich 3:0. Þetta virðist ætla að verða öruggt í nýliðaslagnum. Benik Afobe skorar sitt fyrsta mark fyrir félagið eftir að hafa komið frá Wolves í vikunni.

16.28 Mark! Southampton – West Brom 3:0. Öruggt hjá heimamönnum, Dusan Tadic skorar þriðja mark þeirra.

16.25 Mark! Man City – Crystal Palace 3:0. Heimamenn að klára þetta, Sergio Agüero með sitt annað mark á 68. mínútu.

16.22 Mark! Chelsea – Everton 2:2. Er það meistaraendurkoma? Tveimur mínútum eftir að hafa minnkað muninn þá jafnar Cesc Fábregas fyrir meistarana!

16.20 Mark! Chelsea – Everton 1:2. Meistararnir eru að klóra í bakkann. Það gerir Diego Costa eftir að hafa fengið langa sendingu.

16.12 Mark! Chelsea – Everton 0:2. Ömurleg byrjun á seinni hálfleik hjá meisturunum. Kevin Mirallas skorar fyrir Everton og aftur er það Leighton Baines sem leggur upp.

16.10 Mark! Bournemouth – Norwich 2:0. Heimamenn fengu víti eftir að markaskorarinn Dan Gosling var felldur. Á punktinn fór Charlie Daniels og skoraði.

16.08 Mark! Newcastle – West Ham 2:1. Gestirnir minnka muninn og það er Nikica Jelavic sem það gerir, en hann kom inn sem varamaður í hálfleik. Komst í gegnum ömurlega sendingu Mbemba til baka.

16.06 Mark! Chelsea – Everton 0:1. Þá er komið mark í alla leikina. Meistararnir eru lentir undir í upphafi síðari hálfleiks en það er fyrirliðinn John Terry sem skorar sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Leighton Baines.

16.05 Leikirnir eru að fara í gang einn af öðrum á ný.

15.48 Hálfleikur. Stöðuna og markaskorara má sjá hér að ofan.

15.41 Mark! Man City – Crystal Palace 2:0. City-menn komnir með tvö mörk á lærisveina Alans Pardew, en annað markið skorar Sergio Agüero þegar fjórar mínútur eru eftir af fyrri hálfleik.

15.35 Mark! Southampton – West Brom 2:0. Heimamenn tvöfalda forskot sitt og aftur er það James Ward-Prowse sem skorar.

15.23 Mark! Man City – Everton 1:0. Heimamenn eru komnir yfir og markið kemur úr sjaldséðri átt, eða frá Fabian Delph eftir að Pablo Zabaleta kom boltanum á hann. Delph átti þá skot sem fór af varnarmanni og í netið.

15.16 Mark! Newcastle - West Ham 2:0. Heimamenn fara á kostum! Hollendingurinn fljúgandi Georginio Wijnaldum skorar annað mark þeirra eftir frábæra sendingu frá Darryl Jaanmat.

15.09 Mark! Bournemouth – Norwich 1:0. Í nýliðaslagnum eru heimamenn komnir yfir. Markið skorar Dan Gosling.

15.06 Mark! Newcastle – West Ham 1:0. Newcastle hefur byrjað þennan leik af miklum krafti og farið illa með tvö færi nú þegar. Ayoze Pérez var nú að koma þeim yfir eftir að Wijnaldum lagði boltann fyrir Spánverjann unga sem skoraði með glæsilegu skoti utan teigs.

15.05 Mark! Southampton – West Brom 1:0. Fyrsta markið er komið og það skorarJames Ward-Prowse fyrir Southampton. Það gerir hann með þessu líka glæsilega skoti beint úr aukaspyrnu, þar sem hann skrúfaði botlann yfir vegginn.

15:01 Leikirnir eru komnir í gang.

14.05 Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan.

Bournemouth: Boruc, Francis, Cook, Gosling, Surman, Pugh, Arter, Daniels, Smith, Stanislas, Afobe.

Norwich: Rudd, Martin, Bennett, Bassong, Brady, Odjidja, Howson, Tettey, Jarvis, Hoolahan, Mbokani.

----

Chelsea: Courtois, Ivanovic, Zouma, Terry, Azpilicueta, Mikel, Matic, Willian, Fabregas, Pedro, Diego Costa.

Everton: Howard, Oviedo, Jagielka, Stones, Baines, Barry, Besic, Mirallas, Barkley, Lennon, Lukaku.

---

Man City: Hart, Zabaleta, Otamendia, Demichelis, Kolarov, De Bruyne, Fernando, Delph, Silva, Iheanacho, Aguero.

Crystal Palace: Hennessey; Ward, Dann, Delaney, Souare; Ledley, Cabaye; Puncheon, McArthur, Zaha; Wickham.

---

Newcastle: Elliot, Janmaat, Mbemba, Coloccini, Dummett, Sissoko, Shelvey, Colback, Wijnaldum, Perez, Mitrovic.

West Ham: Adrian; Tomkins, Collins, Ogbonna, Cresswell; Obiang, Noble, Kouyate; Antonio, Payet, Valencia.

---

Southampton: Forster, Cedric, Fonte, Van Dijk, Bertrand, Targett, Wanyama, Ward-Prowse, Davis, Mane, Long.

West Brom: Myhill; Olsson, Yacob, Evans, Gardner, Anichebe, McClean, McAuley, Fletcher, Dawson, Sessegnon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert