Vardy afgreiddi Liverpool

Glæsimark hjá Jamie Vardy í fæðingu.
Glæsimark hjá Jamie Vardy í fæðingu. AFP

Jamie Vardy framerjinn frábæri í liði Leicester sá um að afgreiða Liverpool þegar liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Úrslitin í leikjunum:

Arsenal - Southampton 0:0 (leik lokið)
Leicester - Liverpool 2:0 (leik lokið)
Norwich - Tottenham 0:3 (leik lokið)
Sunderland - Man City 0:1 (leik lokið)
West Ham - Aston Villa 2:0 (leik lokið)
Crystal Palace - Bournemouth 1:2 (leik lokið)
Man Utd - Stoke 3:0 (leik lokið)
WBA - Swansea 1:1 (leik lokið)

Vardy skoraði bæði mörk Leicester sem heldur þar með þriggja stiga forskoti á Manchester City í toppsæti deildarinnar.

City marði 1:0 útisigur á móti Sunderland þar sem Sergio Agüero skoraði sigurmarkið.

Arsenal tapaði dýrmætum stigum en liðið varð að láta sér lynda markalaust jafntefli gegn Southampton á heimavelli. Grannar þeirra í Tottenham unnu hins vegar 3:0 sigur á Norwich og komust þar með upp fyrir erkifjendur sína á markatölu. Dele Alli skoraði fyrsta markið og Harry Kane bætti við tveimur mörkum.

Það var boðið upp á óvænta markaveislu á Old Trafford þar sem Manchester United lagði Stoke, 3:0. Jesse Lingard, Anthony Martial og Wayne Rooney skoruðu mörkin.

Bein lýsing frá leikjunum:

21.56 Leikjunum er öllum lokið.

21.54 MARK!! WBA var að jafna metin í 1:1 í uppbótartíma gegn Swansea með marki frá Rondon.

21.34 Leicester vinnur Liverpool 2:0 og heldur þar með toppsætinu.

21.33 MARK!! Þrjú stig í höfn hjá Tottenham. Harry Kane var að skora sitt annað mark og koma Spurs í 3:0.

21.31 MARK!! West Ham er að tryggja sér sigur gegn botnliði Villa en Cheikhou Kouyate var að koma liðinu í 2:0.

21.29 Gylfi er í stuði. Engu munaði að hann kæmi Paloschi í dauðafæri með frábærri sendingu í skyndisókn og áður en markið kom hefði Ayew getað fengið víti eftir flotta sendingu Gylfa inní teiginn

21.27 Fjórða markið í fimm leikum frá áramótum hjá Gylfa og sjötta markið hans í deildinni í vetur.

21.25 MARK!! Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að koma Swansea í 1:0 á móti WBA. Paloschi fékk boltann inní vítateig WBA, náði ekki að halda honum en hann hrökk út til Gylfa, hægra megin í teignum, og hann renndi boltanum yfirvegað í markhornið fjær á 64. mínútu leiksins. Vinnur Swansea þriðja leikinn í röð?

21.23 Gylfi í gott færi en skýtur yfir á 61. mínútu. Með vinstri á lofti, hitti hann ekki vel. Staðan er enn markalaus.

21.20 Björn Bergmann er farinn af velli í liði Wolves sem er enn yfir á móti Bolton, 1:0.

21.15 MARK!! Nýliðar Bournemouth hafa snúið taflinu við og eru komnir yfir gegn Palace. Benik Afobe kom liðinu í 2:1.

21.12 MARK!! Vardy er óstöðvandi. Hann var að koma Leicester í 2:0 með skoti af stuttu færi eftir vandræðagang í vörn Liverpool.

21.10 Leicester menn heimsta vítaspyrnu en svo virtist að brotið hefði verið á Okazaki innan teigs.

21.08 MARK!! Það er óvænt markaveisla á Old Trafford. Wayne Rooney var koma United í 3:0 eftir frábæra sókn.

21.06 Markið sem Vardy skoraði var hans fyrsta fyrir utan teig á tímabilinu og það var svo sannarlega af glæsilegri gerðinni!

21.03 MARK!! West Ham var að ná forystunni gegn tíu leikmönnum Aston Villa. Michail Antonio skoraði markið.

21.00 MARK!! Jamie Vardy var að koma Leicester yfir með stórglæsilegu skoti af um 30 metra færi. Mignolet var illa staðsettur og boltinn svei yfir Belgann. 17. mark framherjans frábæra.

20.55 „Frábær fyrri hálfleikur. Haldið áfram svona,“ skrifar Bastian Schweisteiger leikmaður United á twitter en er ekki með í kvöld vegna meiðsla.

20.54 Það núna fyrst að flauta til hálfleiks í leik WBA og Swansea en uppbótartíminn var 7 mínútur þar sem hlúa þurfti að höfuðmeiðslum hjá Ki Sung-yueng.

20.53 Það er enn markalaust á Emirates í leik Arsenal og Southampton þar sem Fraser Forster markvörður gestanna er búinn að verja nokkrum sinnum meistaralega vel.

20.46 Það er kominn hálfleikur í leikjunum þremur sem byrjuðu klukkan 20 en síðari hálfleikur var að hefjast í leikjunum sem byrjuðu klukkan 19.45.

20.35 MARK!! Bournemouth er búið að jafna metin á Selhurst Park með marki frá Mark Pugh.

20.34 Þrumufleygur frá Gylfa, af 30 metra með vinstri, sá markmanninn framarlega, og hann rétt náði að blaka yfir! Þetta hefði verið besta mark hans lengi! Markvarslan glæsileg hjá Ben Foster.

20.33 Það er kominn hálfleikur í leikjunum fimm sem byrjuðu klukkan 19.45.

20.32 Gylfi of heiðarlegur! Hangið í honum í vítateignum, og þar með missti hann boltann afturfyrir endamörk í góðri stöðu. Refsað fyrir að láta sig ekki detta. Öruggt víti ef hann hefði farið niður, sagði enski þulurinn en Swansea á í höggi við WBA á útivelli.

20.27 MARK!! Crystal Palace var að komast í 1:0 gegn nýliðum Bournemouth með marki frá varnarmanninum Scott Dann.

20.22 MARK!! Manchester United er komið í 2:0. Anthony Martial skoraði með glæsilegu skoti rétt innan vítateigs.

20.20 Skagmaðurinn Björn Bergmann Sigurðsson er í byrjunarliði Wolves í leiknum á móti Bolton í B-deildinni. Wolves komst yfir strax á 3. mínútu og átti Björn stóran þátt í því. Hörkuskot hans var varið en félagi hans fylgdi á eftir og skoraði.

20.15 MARK!! Tottenham er komið í 2:0. Harry Kane skoraði annað markið úr vítaspyrnu.

20.13 MARK!! Sjaldséð mark í fyrri hálfleik á Old Trafford. Manchester United er komið yfir á móti Stoke með skallamarki frá Jesse Lingard eftir sendingu frá afmælisbarninu Borthwick-Jackson.

20.03 Rautt spjald! Jordan Ayew leikmaður Aston Villa var að fá rautt spjald í leiknum á móti West Ham.

20.01 MARK! Manchester City er komið í 1:0 gegn Sunderland og hver annar en Sergio Agüero skoraði markið.

20.00 Búið að flauta til leiks í leikjunum þremur sem byrjuðu klukkan 20.

19.53 Simon Mignolet varði frábæra skalla frá Okazaki af stuttu færi. Belginn sló boltann í slá og yfir.

19.47 MARK! Fyrsta mark kvöldins er komið og það skoraði ungstirnið Dele Alli fyrir Tottenham gegn Norwich. Hans sjöunda mark á tímabilinu.

19.45 Búið er að flauta til leiks í fimm leikjum. Vonandi fáum við mörg mörk, dramatík og spennu í kvöld.

18.45 Leicester City trónir í toppsæti deildarinnar með 47 stig en þar á eftir koma Manchester City og Arsenal með 44 stig.

Byrjunarliðin í kvöld:

Leicester: Schmeichel; Simpson, Morgan, Huth, Fuchs; Albrighton, Kanté, Drinkwater, Mahrez; Okazaki, Vardy.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Sakho, Moreno, Can, Henderson, Lucas, Lallana, Milner, Firmino.

Sunderland: Mannone, Jones, O’Shea, Kone, Kirchhoff, van Aanholt, Cattermole, M’Vila, Borini, Lens, Defoe.
Man City: Hart, Sagna, Demichelis, Otamendi, Clichy, Fernandinho, Toure, Silva, Navas, Aguero, Iheanacho.

Norwich: Spurs: Rudd; Pinto, Klose, Bassong, Olsson; Howson, Mulumbu, Tettey, Jarvis; Naismith; Mbokani.
Tottenham: Lloris, Walker, Alderweireld, Wimmer, Rose; Dembele, Dier; Alli, Eriksen, Son; Kane.

Arsenal: Cech, Bellerin, Gabriel, Koscielny, Monreal, Flamini, Ramsey, Campbell, Ozil, Sanchez, Giroud.
Southampton: Forster, Cedric , Fonte, Van Dijk, Bertrand, Ward-Prowse, Romeu, Wanyama, Tadic, Mane, Long.

West Ham: Adrian, Tomkins, Reid, Collins, Cresswell, Song, Kouyate, Antonio, Noble, Payet, Valencia.
Aston Villa: Bunn, Richards, Okore, Lescott, Cissokho, Bacuna, Gana, Veretout, Gil, Agbonlahor, Ayew.

WBA: Foster; Olsson, Yacob, Evans, McClean, McAuley, Fletcher, Dawson, Sessegnon, Sandro, Rondon.
Swansea: Fabianski, Rangel, Fernandez, Williams, Taylor, Britton, Ki, Cork, Sigurdsson, Routledge, Ayew.

Man Utd: De Gea, Darmian, Smalling, Blind, Borthwick-Jackson, Fellaini, Carrick, Lingard, Mata, Martial, Rooney.
Stoke: Butand, Johnson, Wollscheid, Muniesa, Pieters, Whelan, Afellay, Walters, Krkic, Arnautovic, Crouch.

Crystal Palace: Hennessey; Ward, Dann, Delaney, Souare; Jedinak, McArthur; Puncheon, Lee, Zaha; Campbell.
Bournemouth: Boruc, Smith, Francis, Cook, Daniels, Ritchie, Gosling, Surman, Arter, Pugh, Afobe.

Anthony Martial fagnar marki sínu á Old Trafford í kvöld.
Anthony Martial fagnar marki sínu á Old Trafford í kvöld. AFP
Danny Drinkwater sækir að James Milner í viðureigin Leicester og …
Danny Drinkwater sækir að James Milner í viðureigin Leicester og Liverpool. AFP
Olivier Giroud framherji Arsenal í baráttu við James Ward-Prowse.
Olivier Giroud framherji Arsenal í baráttu við James Ward-Prowse. AFP
Sergio Agüero er búinn að skora fyrir City.
Sergio Agüero er búinn að skora fyrir City. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert