Liverpool á ekki að vera fyrir viðskiptavini

Fælir hækkandi miðaverð hinn almenna stuðningsmann frá vellinum?
Fælir hækkandi miðaverð hinn almenna stuðningsmann frá vellinum? AFP

Stuðningsmenn Liverpool eru hvattir til að líta á staðreyndir áður en þeir yfirgefa Anfield á morgun í mótmælaskyni vegna fyrirhugaðra hækkana á miðaverði. Ian Ayre, framkvæmdastjóri Liverpool, hvetur fólk til að sína stillingu.

Eins og kom fram í gær hefur stuðningsmannahópurinn The Spi­on Kop 1906 group hvatt stuðningsmenn Liverpool til að yfirgefa Anfield á 77. mínútu leiksins gegn Sunderland í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Er það gert til mótmæla hækkandi miðaverði en það hækk­ar úr 59 pund­um í 77 pund á ákveðnum svæðum.

Ayre segir hins vegar að 64% ársmiða muni lækka í verði eða standa í stað. „Það er ekki verið að bola neinum út af vellinum. Allir eiga að geta fundið miða á viðráðanlegu verði,“ sagði Ayre.

Enski þingmaðurinn John Pugh hvetur Liverpool til að finna aðra lausn á málinu. „Sem stuðningsmaður Liverpool er ég hneykslaður á fyrirhuguðum hækkunum. Ég tek undir með stuðningsmönnum að félagið eigi að vera fyrir aðdáendur, ekki viðskiptavini. Þetta getur bara sært Liverpool fjölskylduna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert