Enginn okraður af Anfield

Ian Ayre, framkvæmdastjóri Liverpool, kemur hækkun á miðaverði á Anfield …
Ian Ayre, framkvæmdastjóri Liverpool, kemur hækkun á miðaverði á Anfield til varnar. AFP

Stuðningsmenn Liverpool hyggjast mótmæla hækkun á miðaverði á Anfield, heimavelli félagsins, sem fyrirhuguð er á næstu leiktíð með því að yfirgefa leikvanginn á 77. mínútu leiks liðsins gegn Sunderland í dag. 

Ian Ayre, framkvæmdastjóri Liverpool hefur komið eigendum félagsins til varnar þar sem hann segir hækkunina aðeins á valda miða á fáa leiki liðsins á næstu leiktíð.

„Ég hef heyrt af því að sumir stuðningsmenn ætli að yfirgefa völlinn á 77 mínútu út ef þessum nýju hækkunum og það er að sjálfsögðu þeirra eigin ákvörðun. Ég bið hins vegar stuðningsmenn um að kynna sér staðreyndir málsins,“ sagði Ayre í samtali við BBC um málið.

„Þessir miðar sem munu hækka upp í 77 pund eru einungis 200 miðar á sex leiki á næstu leiktíð. Það er minna en hálft prósent af öllum áhorfendafjölda Anfield. Það kemur hvergi fram að allir miðar í C-flokki munu ennþá kosta 9 pund, miðar fyrir börn verða áfram fríir og krakkar undir 21-árs aldri fá miðana á hálfvirði,“ sagði Ayre enn fremur.

„Við myndum að sjálfsögðu vilja selja miðana á sama verði og hefur verið, en það er bara ekki mögulegt eins og staðan er í dag. Þetta er viðskiptaumhverfið sem við lifum við í dag og við erum að reyna gera öllum til geðs,“ sagði Ayre um hækkunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert