Fimmta mark Gylfa i sex leikjum

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Swansea sem gerði 1:1 jafntefli …
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Swansea sem gerði 1:1 jafntefli við Crystal Palace í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sjöunda deildarmark sitt fyrir Swansea í vetur og fimmta mark sitt í síðustu sex leikjum liðsins þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Crystal Palace. Swansea er nú ósigrað í síðustu fjórum leikjum liðsins. 

Tottenham minnkaði mun Leicester á toppi deildarinnar niður í fimm stig með 1:0 sigri gegn Watford. Sigurmarkið kom úr nokkuð óvæntri átt, en Kieran Trippier tryggði Tottenham sigurinn með marki eftir sendingu frá Dele Alli.

Aston Villa strengdi líflínu í fallbaráttu sína með þvi að leggja Norwich að velli með tveimur mörkum gegn engu. Það voru Joleon Lescott og Gabriel Agbonlahor sem tryggðu Aston Villa stigin þrjú.

Newcastle sá reyndar til þess að Aston Villa er enn átta stigum frá öruggu sæti í ensku úrvaldeildinni með 1:0 sigri gegn WBA. Aleksandar Mitrovic skoraði sigurmark Newcastle eftir laglegan undirbúning frá Jonjo Shelvey.  

Loks vann Everton öruggan 3:0 sigur gegn Stoke þar sem Romelu Lukaku, Seamus Coleman og Aaron Lennon sáu um markaskorun Everton. Lukaku skoraði 16. deildarmark sitt í vetur þegar hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu og kom Everton yfir. 

Lesa má um dramatískan leik Liverpool og Sunderland  hér.

Úrslit í leikjum dagsins sem hófust klukkan 15:00:

Sw­an­sea - Crystal Palace, 1:1
Gylfi Þór Sigurðsson 13. mín - Scott Dann 48. mín.  
Li­verpool - Sund­erland, 2:2 
Roberto Firmino 59. mín, Adam Lallana 69. mín - Adam Johnson 81. mín, Jermain Defoe 88. mín. 
Totten­ham - Wat­ford, 1:0 
Kieran Trippier 64. mín. 
Ast­on Villa - Norwich, 2:0 
Joleon Lescott 45. mín, Gabriel Agbonlahor 51. mín. 
Stoke City - Evert­on, 0:3
Romelu Lukaku 11. mín, Seamus Coleman 27. min, Aaron Lennon 42. mín. 
Newcastle - WBA, 1:0 
Aleksandar Mitrovic 32. mín. 

90. Leikjum dagsins sem hófust klukkan 15.00 er lokið. 

64. MARK. Tottenham - Watford 1:0. Kieran Trippier rekur smiðshöggið á laglega skyndisókn og kemur Tottenham yfir. Það var Dele Alli sem fann Trippier sem klárar færið fagmannlega. 

51. MARK. Aston Villa - Norwich. Gabriel Agbonlahor tvöfaldar forystu Aston Villa með snyrtilegri afgreiðslu. Declan Rudd, markvörður Norwich, kom út úr markinu til þess að freista þess að loka á Agbonlahor sem vippar boltanum yfir Rudd og skorar fyrsta mark sitt í 21 leikjum fyrir Aston Villa. 

48. MARK. Swansea - Crystal Palace 1:1. Scott Dann jafnar metin fyrir Crystal Palace með marki af stuttu færi eftir hornspyrnu. 

45. MARK. Aston Villa - Norwich 1:0. Jolen Lescott skallar fyrirgjöf Carles Gil úr aukaspyrnu í netið og kemur Aston Villa yfir. Aston Villa er átta stigum frá öruggu sæti eins og staðan er núna. 

42. MARK. Stoke - Everton 0:3. Aaron Lennon nýtir sér slæm varnarmistök í vörn Stoke og skorar þriðja mark Everton

32. MARK. Newcastle - WBA 1:0. Aftur finna leikmenn Newcastle netmöskvana í mark WBA og nú fær markið að standa. Mitrovic fær snyrtilega stungusendingu frá Jonjo Shelvey og skorar með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. 

28. Tiote kemur boltanum í markið WBA, en er dæmdur rangstæður og markið stendur því ekki. 

27. MARK. Stoke - Everton 0:2. Seamus Coleman skorar með góðum skalla af vítapunktum eftir laglega fyrirgjöf frá Tom Cleverley. Everton er í góðum málum.  

13. MARK. Swansea - Crystal Palace 0:1. Gylfi Þór Sigurðsson skorar með glæsilegu skoti úr aukaspyrnu og kemur Swansea yfir. Gylfi Þór snýr boltann í vinstra hornið. Það var Gylfi sem fiskaði aukaspyrnuna sjálfur. Gylfi hefur nú skorað fimm mörk í síðustu sex leikjum Swansea. 

11. MARK. Stoke - Everton 0:1. Romelu Lukaku kemur Everton yfir með marki úr vítaspyrnu. Þetta er 16. deildarmark Lukaku í vetur.  

1. Leikir dagsins sem hefjast klukkan 15:00 eru hafnir. 

Byrjunarlið Swansea: Fabianski, Rangel, Fernandez, Williams, Taylor, Britton, Cork, Routledge, Gylfi Þór Sigurðsson, Ayew, Paloschi.

Byrjunarlið Crystal Palace: Hennessey, Ward, Dann, Delaney, Souare, Jedinak, Cabaye, Zaha, Mutch, Lee, Adebayor

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Trippier, Alderweireld, Wimmer, Davies, Dembele, Dier, Chadli, Eriksen, Lamela, Kane.

Byrjunarlið Watford: Gomes, Nyom, Britos, Cathcart, Ake, Suarez, Watson, Capoue, Jurado, Abdi, Ighalo.

Byrjunarlið Aston Villa: Bunn , Richards, Bacuna, Lescott, Cissokho, Okore, Gueye, Westwood, Veretout, Agbonlahor, Gil.

Byrjunarlið Norwich: Rudd, Martin, Bassong, Brady, Klose, Naismith, Howson, Hoolahan, Mulumbu, O'Neil, Mbokani.

Byrjunarlið Stoke: Butland, Johnson, Wollscheid, Muniesa, Pieters, Whelan, Imbula, Shaqiri, Afellay, Arnautovic, Diouf.

Byrjunarlið Everton: Joel, Oviedo, Funes Mori, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Cleverley, Barkley, Lennon, Lukaku.

Byrjunarlið Newcastle: Elliot, Janmaat, Taylor, Coloccini, Aarons, Townsend, Shelvey, Tiote, Sissoko, Wijnaldum, Mitrovic.

Byrjunarlið WBA: Foster, Olsson, Chester, Yacob, Gardner, Anichebe, McClean, McAuley, Fletcher, Dawson, Sandro

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert