Guardiola gæti brugðið

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gaf verðandi keppinaut sínum, Pep Guardiola, …
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gaf verðandi keppinaut sínum, Pep Guardiola, hollráð í vikunni. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, varaði Pep Guardiola við því hversu erfið enska úrvalsdeildin er á blaðamannafundi í vikunni, en Guardiola tekur við Manchester City næsta sumar. 

Wenger telur að þrátt fyrir að Guardiola hafi verið sigursæll á Spáni og i Þýskalandi sé ekki öruggt að honum muni farnast vel á Englandi.

„Ef þú lítur á tölfræðina í ensku úrvalsdeildinni og hvernig deildin hefur þróast undanfarin ár þá kemur í ljós að það er ansi erfitt að vera með hátt sigurhlutfall í deildinni. Enska úrvalsdeildin er mögulega erfiðari viðureignar en nokkur önnur deild í heiminum eins og staðan er núna,“ sagði Wenger á blaðamannafundinum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert