Liverpool missti niður unninn leik

Roberto Firmino skoraði fyrra mark Liverpool og lagði upp það …
Roberto Firmino skoraði fyrra mark Liverpool og lagði upp það síðara gegn Sunderland í dag. AFP

Liverpool var í kjörstöðu þegar  um það bil tíu mínútur voru eftir af leik liðsins gegn Sunderland á Anfield í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í dag. Síðustu tíu mínúturnar voru hins vegar martröð fyrir þá stuðningsmenn Liverpool sem eftir voru á Anfield. 

Lokatölur í leiknum urðu 2:2 eftir að Liverpool hafði komist tveimur mörkum yfir, en Sunderland sýndi mikinn karakter með því að koma til baka og jafna metin.

Roberto Firmino kom Liverpool yfir með skalla eftir fína fyrirgjöf frá James Milner. Firmino var svo arkitektinn að marki Adama Lallana sem tvöfaldaði forystu Liverpool.

Stuðningsmenn Liverpool yfirgáfu svo völlinn á 77. mínútu leiksin eins og þeir höfðu boðað fyrir leikinn að þeir myndu gera til þess að mótmæla hækkun á miðverði sem fyrirhuguð er á næstu leiktíð.

Eftir það seig á ógæfuhliðina hjá Liverpool. Adam Johnson strengdi líflínu fyrir Sunderland með marki beint úr aukaspyrnu. Það má setja spurningamerki við Simon Mignolet í marki Liverpool í þessu marki, en bæði var varnarveggur Liverpool skringilega staðsettur og auk þess hefði Mignolet átt að gera betur og verja skotið sem var fremur laust. 

Jermain Defoe jafnaða síðan metin fyrir Sunderland tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma með 13. marki sínu fyrir Sunderland í vetur. Þar við sat og niðurstaðan jafntefli sem Sunderland tekur með þökkum, en leikmenn Liverpool yfirgefa völlinn með óbragð í munninum.

90. Leik lokið með 2:2 jafntefli. 

90. Fjórum mínútum bætt við venjulegan leiktíma. 

88. MARK. Liverpool - Sunderland 2:2. Jermain Defoe jafnar metin fyrir Sunderland með 13. marki sínu fyrir Sunderland í vetur. Defoe snýr með Mamadou Sakho í bakinu og skorar með góðu skoti.  

86. Skipting hjá Liverpool. Jordan Henderson fer af velli og Lucas Leiva kemur inná. 

81. MARK. Liverpool - Sunderland 2:1. Adam Johnson strengir líflínu fyrir Sunderland með marki beint úr aukaspyrnu. Það má setja spurningamerki við Simon Mignolet í marki Liverpool í þessu marki, en bæði var varnarveggur Liverpool skringilega staðsettur og auk þess hefði Mignolet átt að gera betur og verja skotið sem var fremur laust. 

80. Alberto Moreno, leikmaður Liverpool, fær gult spjald fyrir brot. 

77. Stuðningsmenn Liverpool yfirgefa hér völlinn til þess að mótmæla hækkun á miðverði sem fyrirhuguð er á næstu leiktíð.

77. Skipting hjá Sunderland. Billy Jones fer af velli og DeAndre Yedlin kemur inná

69. MARK. Liverpool - Sunderland 2:0. Roderto Firmino vinnur boltann af  Billy Jones, varnarmanni Sunderland. Firmino rennir boltanum á Adam Lallana sem rennir boltanum í autt markið og fer langleiðina með að tryggja sigur Liverpool

68. Skipting hjá Sunderland. Jan Kirchhoff fer af velli og Adam Johnson kemur inná. 

59. MARK. Liverpool - Sunderland 1:0. Roberto Firmino skorar með skalla eftir fína fyrirgjöf frá James Milner og kemur Liverpool yfir með sjötta marki sínu í vetur. Firmino hefur verið hættulegast leikmaður Liveprool í leiknum og það kom því ekki á óvart að það væri hann sem sæi um að brjóta ísinn. 

55. Leikmenn Liveprool hafa náð tveimur ágætis sóknum á síðustu mínútum leiksins og Roberto Firmino hefur verið arkitektinn í báðum sóknum liðsins. 

46. Seinni hálfleikur er hafinn á Anfield. 

45. Hálfleikur á Anfield.

45. Skipting hjá Liverpool. Joe Allen fer af velli og Jordan Ibe kemur inná. Joe Allen er annar leikmaður Liverpool sem fer af velli vegna meiðsla hjá Liverpool í fyrri hálfleik.

39. Dame N'Doye fær gult spjald fyrir olnbogaskot. 

30. James Milner, leikmaður Liverpool, kemst í góðu til að skjóta eða senda boltann út í teiginn. Milner reynir að finna samherja sína í teignum, en varnarmenn Sunderland komst fyrir og bægja hættunni frá.

24. Skipting hjá Sunderland. Duncan Watmore fer af velli og  Dame N'Doye. Watmore fer af velli vegna meiðsla. 

19. Alberto Moreno, vinstri bakvörður Liverpool, kemst í fínt fær eftir sendingu frá Adam Lallana, en Vito Mannone ver skot Moreno vel. 

12. Skipting hjá Liverpool. Dejan Lovren fer af velli og Kole Toure kemur inná. Lovren fer af velli vegna meiðsla. 

7. Simon Mignolet, markvörður Livepool, í smávegis vandræðum en sleppur með skrekkinn.  

1. Leikurinn er hafinn á Anfield. 

0. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, getur ekki stýrt liði sínu af hliðarlínunni vegna botnlangabólgu.

0. Liverpool er í áttunda sæti deildarinnar með 34 stig fyrir leiki dagsins á meðan Sunderland er í 19. sæti með 19 stig og stendur í harðri fallbaráttu.

Byrjunarlið Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Sakho, Moreno, Henderson, Can, Allen, Lallana, Milner, Firmino.

Byrjunarlið Sunderland: Mannone, Jones, van Aanholt, O’Shea, Kone, Kirchhoff, Cattermole, M’Vila, Khazri, Watmore Defoe.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert