„Ótrúlegt afrek ef Leicester verður meistari“

Leikmenn Leicester fagna marki á leiktíðinni.
Leikmenn Leicester fagna marki á leiktíðinni. mbl.is/afp

„Ég held að ef Leicester verður Englandsmeistari þá sé það meira afrek en hjá Nottingham Forest forðum daga.“

Þetta segir Robbie Savage, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnuliðsins Leicester, en hann starfar sem knattspyrnusérfræðingur í sjónvarpi í dag.

Leicester hefur verið líkt við Nottingham Forest á áttunda áratugnum en Forest, undir stjórn Brians Clough, varð Englandsmeistari í fyrsta og eina skipti árið 1978 eftir að hafa komið upp í deild þeirra bestu árið áður og var um það leyti taplaust í 42 leikjum í röð í deildinni. Forest fylgdi þessu svo eftir með því að hampa Evrópubikarnum næstu tvö árin á eftir.

Sjá umfjöllun um gengi Leicester í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert