Yoshida var hetja á heimavelli

Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Southampton var valinn knattspyrnustjóri janúarmánaðar.
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Southampton var valinn knattspyrnustjóri janúarmánaðar. AFP

Southampton vann West Ham, 1:0, á heimavelli sínum í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Japaninn Yoshida skoraði eina mark leiksins á 9. mínútu. Leikmenn Southampton voru manni færri frá 54. mínútu en tókst að verjast fimlega öllum sóknartilburðum leikmanna West Ham og tryggja sér stigin þrjú.

Southampton er þar með í sjöunda sæti deildarinnar með 37 stig. West Ham er í sætinu fyrir ofan með 39 stig. 

90. Leiknum lokið í rigningunni. 

63. Long nærri því að tvöfalda forskot Southampton en skot hans með vinstri fæti rétt utan tegis fer rétt yfir markslána. 

54. RAUTT SPJALD. Victor Wanyama er rekinn af leikvelli með rautt spjald fyrir tæklingu á Payet. Dómarinn hikaði ekki. Heimamenn verða einum færri það sem eftir er af leiknum. 

46. Þá er síðari hálfleikur hafinn í rigningunni. 

45. Þá hefur verið flautað til hálfleiks. Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og verðskulda að hafa forystu. 

28. Nú skall hurð nærri hælum upp við mark Southampton. Forster markvörður er vandanum vaxinn í markinu þegar hann ver fastann skalla af stutt færi í horn. Besta sókn West Ham í leiknum til þessa. 

9. 1:0Yoshida kemur heimamönnum yfir með skoti af markteig eftir laglegan samleik samherja hans hægra megin við og inn í vítateignum. 

1. Flautað hefur verið til leiks í rigningunni á St. Mary's.

0. Það rignir mikið nú rétt fyrir leik en það slær leikmenn liðanna vonandi ekki út af laginu. 

0. Ronald Koeman var valinn knattspyrnustjóri janúarmánaðar, en Southampton báru sigur úr býtum í þremur leikjum og töpuðu einum í janúar. 

0. West Ham er í sjötta sæti deildarinnar yfir þennan leik með 39 stig, en Southampton er þremur sætum neðar með 34 stig.

Byrjunarlið Southampton: Forster, Cedric Soares, Van Dijk, Fonte, Yoshida, Bertrand, Clasie, Wanyama, Mane, Long, Pelle.

Byrjunarlið West Ham: Adrian, Tomkins, Reid, Collins, Cresswell, Song, Moses, Noble, Payet, Antonio, Valencia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert