Mikilvægur sigur Arsenal

Mesut Özil fagnar marki sínu í dag.
Mesut Özil fagnar marki sínu í dag. AFP

Arsenal jafnaði Tottenham að stigum í 2. sætinu og er nú fimm stigum á eftir toppliði Leicester eftir góðan sigur á Bournemouth í dag.

Arsenal vann leikinn 2:0 með tveimur mörkum með mínútu millibili.

Mezut Özil kom Arsenal á bragðið á 23. mínútu með föstu skoti úr teignum og aðeins mínútu síðar tvöfaldaði Alex Oxlade Chamberlain sigur Skyttanna með skoti úr þröngu færi.

Arsenal hefur 48 stig í 3. sæti, jafn mörg og Tottenham, Leicester hefur 53 stig í 1. sæti en Manchester City hefur 47 stig í 4. sæti.

Bournemouth hefur 28 stig, er í 15. sæti, fimm stigum frá fallsæti.

90. Leik lokið. Arsenal vinnur mikilvægan sigur.

90. Stórsókn hjá Bournemouth rétt eftir að Ramsey fékk dauðafæri! Staðan enn 2:0. Petr Cech sá til þess.

75. Það bendir allt til þess að Arsenal sé að fara að sigla þremur mikilvægum stigum í höfn í toppbaráttunni í deildinni. Bournemouth heldur boltanum ágætlega þessa stundina en liðið er ekki líklegt.

46. Síðari hálfleikur er hafinn!

45. Kominn hálfleikur. Lítur vel út fyrir Arsenal!

24. MARK! 0:2! Hlutirnir fljótir að gerast! Alex Oxlade-Chamberlain tvöfaldar forystu Skyttanna!

23. MARK! 0:1! Mesut Özil kemur Arsenal yfir!

1. Leikurinn er hafinn.

0. Byrjunarliðin eru klár:

Bournemouth: Boruc; Smith, Francis, Cook, Daniels; Surman, Gosling; Ritchie, Arter, Pugh; Afobe.
Arsenal: Cech; Bellerin, Gabriel, Koscielny, Monreal; Flamini, Ramsey; Oxlade-Chamberlain, Sánchez, Özil; Giroud.

Harry Arter í baráttunni við Aaron Ramsey leikmann Arsenal í …
Harry Arter í baráttunni við Aaron Ramsey leikmann Arsenal í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert