Leicester-leikurinn bara mikilvægur ef liðið vinnur í dag

Arsene Wenger hefur marga fjöruna sopið.
Arsene Wenger hefur marga fjöruna sopið. AFP

„Það er alveg öruggt að áhrifin eru ekki hlutlaus,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, um snemmbúna tilkynningu Manchester City um Pep Guardiola sem tekur við liðinu eftir næsta tímabil.

Manuel Pellegrini stýrir Manchester City út leiktíðina en liðið tapaði fyrir toppliði Leicester í gær í toppbaráttunni og ljóst að Wenger hafði lög að mæla 

Arsenal mætir Bournemouth kl. 13.30 í dag og þarf nauðsynlega á sigri að halda í toppbaráttunni en liðið er nú 8 stigum á eftir Leicester en á leik til góða.

Arsenal mætir Leicester í svakalegum leik eftir viku en Wenger segir að sá leikur sé aðeins mikilvægur vinni Arsenal Bournemouth í dag.

„Leikurinn gegn Leicester er aðeins mikilvægur ef við gerum vel gegn Bournemouth,“ sagði Wenger en liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu sex leikjum og ekki unnið í fjórum leikjum í röð.

Manchester City hefur 47 stig í 3. sæti en Tottenham 48 í 2. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert