Fyrrum stjóri Liverpool skammar FSG

Það er urgur í stuðningsmönnum Liverpool þessa dagana og Roy …
Það er urgur í stuðningsmönnum Liverpool þessa dagana og Roy Evans skilur það mæta vel. AFP

Liverpool verður að hætta að taka stuðningsmönnum sínum sem sjálfsögðum hlut og hlusta á raddir þeirra. Þetta sagði Roy Evans, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool, í samtali við BBC í dag.  

„Knattspyrnan verður að hætta að snúast eingöngu um peninga og við verðum að snúa aftur til þess tíma þar sem íþróttin sjálf var hafði forgang. Ég vona að forráðamenn Liverpool sýni sóma sinn í að leysa málið farsællega, það væri fásinna að hækka miðaverðið að mínu mati,“ sagði Evans í samtali við BBC. 

Roy Evans var við stjórnvölinn hjá Liverpool á árunum 1994 til 1998 og stýrði liðinu til sigur í enska deildabikarnum vorið 1995. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert