Varane fer ekki til United

Raphael Varane í leik með Real Madrid.
Raphael Varane í leik með Real Madrid. AFP

Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid á Spáni, segir að Raphael Varane, varnarmaður liðsins, fari hvergi í sumar.

Enskir fjölmiðlar hafa fullyrt síðustu daga að Jose Mourinho taki við Manchester United eftir tímabilið en talið er að hann vilji kaupa Varane frá Madrídingum.

Varane, sem er 22 ára gamall, er talinn vera einn besti varnarmaður heims nú þegar, en hann er byrjunarliðsmaður bæði hjá Real Madrid og hjá franska landsliðinu. Mourinho vann með Varane þegar hann var við stjórnvölin hjá Madrid en Zidane segir að franski varnarmaðurinn fari hvergi.

„Það er mjög eðlilegt að Mourinho vilji fá Varane. Hann þekkir hann vel og fékk hann hingað til félagsins en ég vil að Varane haldi sig hjá Real Madrid. Framtíð hans er hér,“ sagði Zidane.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert