Chelsea flengdi Newcastle

Pedro, og félagar hans í Chelsea, fagna marki í dag.
Pedro, og félagar hans í Chelsea, fagna marki í dag. AFP

Chelsea sigraði Newcastle, 5:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir leikinn er Chelsea með 33 stig í 12. sæti deildarinnar. Newcastle er áfram með 24 stig í 17. sæti.

Eins og lokatölur leiksins bera með sér hafði Chelsea talsverða yfirburði í leiknum. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 3:0 en Diego Costa, Pedro og Willian skoruðu mörkin.

Chelsea slakaði á í síðari hálfleik, enda sækir liðið PSG heim í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á þriðjudag. Pedro skoraði þó annað mark sitt og fjórða mark Chelsea í síðari hálfleik og varamaðurinn Traoré komst einnig á markalistann. Andros Townsend skoraði sárabótamark fyrir Newcastle í lokin, lokastaðan 5:1.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is:

90. Leiknum er lokið með öruggum sigri Chelsea!

89. MARK! Townsend minnkar muninn fyrir Newcastle í 5:1.

83. MARK! Chelsea skorar fimmta markið. Varamaðurinn Traoré fær sendingu inn í teig og skorar með hálfgerðri tæklingu með hægri fæti.

80. Skipting hjá Chelsea. Willian fer af velli og Loftus-Cheek kemur inn á í hans stað.

71. Skipting hjá Newcastle. Doumbia kemur inn á í stað Mitrovic.

66. Skipting hjá Newcastle. Tiote fer af velli og í hans stað kemur Lascelles inn á.

60. Skipting hjá Chelsea. Diego Costa er tekinn af leikvelli og í hans stað kemur Traore inn á.

59. MARK! Þarna kláraði Chelsea leikinn endanlega, staðan er 4:0. Pedro fékk frábæra sendingu frá Fábregas inn fyrir vörn Newcastle og skoraði af öryggi.

57. Síðari hálfleikurinn er jafnari en sá fyrri. Liðin skiptast á að sækja en eflaust er leikmenn Chelsea farnir að slaka á, enda leikur í Meistaradeild Evrópu gegn PSG framundan næsta þriðjudag.

46. Skipting hjá Newcastle í hálfleiknum. Colback kemur inn á fyrir Wijnaldum.

46. Síðari hálfleikur er hafinn!

45. Fyrri hálfleik er lokið. Chelsea er með öll tromp á hendi og það þarf eitthvað ótrúlegt að gerast til að Newcastle nái stigi eða stigum úr þessari ferð sinni til höfuðborgarinnar.

37. Skipting hjá Chelsea. Fyrirliðinn John Terry haltrar af velli og í hans stað kemur Rahman inn á.

36. Dauðafæri! Costa kemur boltanum á Pedro en hann sætur boltann beint í Elliot, markvörð Newcastle. Færið var líklega betra en þegar hann skoraði markið!

17. MARK! Chelsea er komið í 3:0. Costa kemur boltanum á Willian, sem er í góðu færi og skorar af miklu öruggi. Chelsea er að valta yfir Newcastle, hvar endar þetta?

9. MARK! Chelsea er komið í 2:0. Varnarmenn Newcastle voru eitthvað að gaufa með boltann og Pedro hirti boltann af Aarons og skoraði af öryggi!

5. MARK! Chelsea er strax búið að skora, staðan er 1:0. Diego Costa fær sendingu inn í teiginn frá Willian og laumar boltanum snyrtilega framhjá Elliot í marki Newcastle. Costa spilar með grímu í dag eftir að hafa nefbrotnað á æfingu.

1. Leikurinn er hafinn!

Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan:

Chelsea: Courtois; Ivanovic, Cahill, Terry, Azpilicueta; Fabregas, Matic; Pedro, Willian, Hazard; Diego Costa.

Newcastle: Elliot, Aarons, Coloccini, Taylor, Janmaat, Tiote, Shelvey, Sissoko, Wijnaldum, Townsend, Mitrovic.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert