„Ég er ekki töframaður“

Klopp er ánægður hjá Liverpool en segir að það taki …
Klopp er ánægður hjá Liverpool en segir að það taki tíma að snúa gengi liðsins til betri vegar. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að það taki tíma að snúa gengi liðsins við. Hann sé ekki töframaður og því þurfi stuðningsmenn liðsins að vera þolinmóðir en Liverpool er sem stendur í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 35 stig.

„Flestir vita eflaust að ég hefði getað valið mér auðveldara starf en ég er ekki sá gaur. Breytingar, hjá liði eins og Liverpool, taka sinn tíma og þetta kemur mér ekki á óvart. Við gætum verið með fleiri stig en svona er boltinn,“ sagði Klopp.

„Sumt hefur ekki gengið sem skildi hjá félaginu, annars hefðu þeir ekki skipt um knattspyrnustjóra. Ég er hins vegar ekki töframaður. Þetta verður mikil vinna og mér líður vel, eins og ég sé á réttum stað,“ bætti Klopp við.

Hann skilur þó að stuðningsmenn vilji sjá liðinu ganga betur. „Auðvitað hef ég orðið fyrir vonbrigðum með úrslit og frammistöðu í nokkrum leikjum. Staðan er ekki fullkomin en við erum á réttri leið. Við erum að búa okkur undir framtíðina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert