Liverpool skoraði sex mörk á Villa Park

Daniel Sturridge fagnar marki sínu í dag.
Daniel Sturridge fagnar marki sínu í dag. AFP

Liverpool kjöldró Aston Villa 6:0 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikið var á Villa Park. Fylgst var með öllu því helsta í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Það tók ekki langan tíma fyrir Liverpool að koma sér í gang í leiknum en fyrsta markið kom á 16. mínútu. Philippe Coutinho átti þá góða fyrirgjöf frá vinstri vængnum, sem Daniel Sturridge stangaði í netið. Sturridge hefur verið mikið frá vegna meiðsla á þessari leiktíð og vonast því stuðningsmenn félagsins að þetta sé það sem koma skal.

James Milner  bætti við öðru marki á 25. mínútu. Hann tók þá aukaspyrnu sem átti að rata á samherja en fór í netið. Boltinn fór í gegnum alla sem voru í teignum áður en hann söng í netinu. Sturridge fékk svo annað færi áður en fyrri hálfleikurinn var á enda en Mark Bunn varði vel í markinu.

Það var svo veisla í boði í síðari hálfleik. Emre Can bætti við þriðja markinu á 58. mínútu með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig áður en Divock Origi skoraði fjórða marki stuttu eftir að hann kom inná sem varamaður. Hann fékk þá stungusendingu inn fyrir sem hann nýtti vel.

Nathaniel Clyne skoraði fimmta marki af stuttu færi eftir að Bunn hafði farið fyrra skot hans út í teiginn. Kolo Toure sá svo til þess að loka leiknum með góðu skallamarki eftir hornspyrnu.

Lokatölur því 6:0 Liverpool í vil sem fer upp í 8. sæti deildarinnar með 38 stig á meðan Aston Villa er áfram á botninum með 16 stig.

Leik lokið. Liverpool sigrar þennan leik örugglega. Sex marka sigur og ég get ekki betur séð en að Aston Villa geti farið að undirbúa sig fyrir Championship-deildina. Lærisveinar Jürgen Klopp geta þó verið sáttir með þeirra frammistöðu, svo gott sem óaðfinnanleg.

80. Scott Sinclair!!! Hann fékk boltann rétt fyrir utan teiginn og lét vaða á markið en boltinn fór í samskeytin. Engin heppni með honum þarna.

71. MAAAAAARK!! Aston Villa 0:6 Liverpool. KOLO TOURE!! Það er fokið í flest skjól þegar hann skorar. Það kemur hornspyrna sem Toure stangar í netið. Þvílíka grínið, það var enginn að dekka hann og ofan á það hafði hann allan tímann í heiminum til að klára þetta.

65. MAAAAAAAAARK! Aston Villa 0:5 Liverpool. HVAÐ ER AÐ GERAST?? Þetta hófst á aukaspyrnu sem Liverpool tók stutt. Síðar meir fékk Firmino boltann og lagði hann út á Clyne sem léta vaða á markið en Bunn varði boltann út í teig. Origi reyndi við frákastið en hrundi í jörðina, en þá var Clyne aftur mættur í baráttuna til þess að koma knettinum í netið.

63. MAAAARK! Aston Villa 0:4 Liverpool. DIVOCK ORIGI!! Hann var að koma inná fyrir Sturridge. Það kemur stunga inn fyrir frá Alberto Moreno og Origi gat í raun ekki annað en skorað úr þessu færi. Bunn var í boltanum en það var þó ekki nóg.

60. VILLA!! Þarna skall hurð nærri hælum. Boltinn barst inn í teiginn og það vantaði í raun og veru bara aukamann í liði Villa til þess að skora. Bacuna kom með öflugan bolta fyrir markið en leikmenn Liverpool hreinsa frá eftir góða markvörslu Mignolet.

58. MAAAAAAARK! Aston Villa 0:3 Liverpool. Emre CAN!! Roberto Firmino fékk boltann vinstra megin við teiginn, lagði hann til hliðar á Can sem lét vaða á markið. Bunn gat ekki gert neitt við þessu.

46. Síðari hálfleikur er kominn af stað.

Hálfleikur: Liverpool fer með verðskuldaða forystu inn í hálfleikinn. Liðið hefur fengið urmul af færum og gæti þess vegna verið 3-4 mörkum yfir. Kæmi ekki á óvart ef liðið myndi bæta við fleiri mörkum í síðari hálfleiknum.

44. Stórhætta! Sturridge nálægt því að bæta við öðru marki. Hann fær boltann í teignum og fær tíma til þess að athafna sig en Bunn ver meistaralega. Sturridge er mættur, það er klárt!

34. Spyrnan er rétt framhjá markinu. Ágætis tilraun.

34. Liverpool fær aukaspyrnu. Coutinho tekur hana. Hún er nokkuð langt frá markinu en maður veit aldrei. 

25. MAAAAAAAARK! Aston Villa 0:2 Liverpool. James Milner er að skora beint úr aukaspyrnu. Þetta var afar neyðarlegt fyrir Mark Bunn í markinu. Það kemur aukaspyrna fyrir markið sem átti að hitta á samherja en boltinn fer í gegnum alla og í netið. Liverpool með þægilega forystu.

16. MAAAAAAAARK!! Aston Villa 0:1 Liverpool. Hver annar en Daniel Sturridge? Þegar maðurinn er heill þá skorar hann. Philippe Coutinho með fyrirgjöfina beint á pönnuna á Sturridge sem stýrði knettinum fallega í netið. Liverpool komið yfir.

8. Þetta byrjar fremur rólega á Villa Park. Lítið að gerast en við búumst auðvitað við því að það komi mörk á allra næstunni. Búumst alltaf við mörkum.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Byrjunarliðin birtast hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert