Tottenham verður meistari með sigri á morgun

Nacer Chadli fagnar marki sínu gegn Swansea í síðasta leik …
Nacer Chadli fagnar marki sínu gegn Swansea í síðasta leik Tottenham. AFP

Fyrrverandi knattspyrnustjóri Tottenham, Harry Redknapp, telur að liðið verði enskur meistari ef það sigrar West Ham annað kvöld. Tottenham er sem stendur í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Leicester.

Tottenham er á miklu skriði en liðið hefur unnið sex deildarleiki í röð og vonast til að vinna þann sjöunda á morgun. „Leikurinn verður erfiður fyrir Tottenham,“ sagði Redknapp en undir hans stjórn lék liðið síðast í Meistaradeild Evrópu, keppnistímabilið 2010-2011.

„Ég held að Tottenham eða Leicester vinni deildina. Það verður erfitt fyrir Tottenham að koma á Upton Park (heimavöll West Ham) í andrúmsloftið og lætin sem verða þar. Ef liðið vinnur þann leik þá verða þeir meistarar,“ bætti Redknapp við.

„Flest lið hafa verið mjög óstöðug en Tottenham hefur sýnt mikinn stöðugleika og það hefur verið gaman að horfa á þá. Ég held að þeir vinni Arsenal, sem voru arfaslakir á sunnudaginn,“ sagði Redknapp ennfremur en Tottenham tekur á móti Arsenal í hádeginu á laugardag en Arsenal er í 3. sæti, þremur stigum á eftir Tottenham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert