Leicester City færist nær titlinum

Leikmenn Leicaster City fagna marki Wes Morgan gegn Southampton í …
Leikmenn Leicaster City fagna marki Wes Morgan gegn Southampton í dag . AFP

Leicester City stefnir hraðbyri að enska meistaratitlinum þegar sex  umferðir eru eftir af deildinni. Leicester City náði sjö stiga forystu á Tottenham Hotspur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1:0 sigur liðsins gegn Southampton á King Power Stadium í dag.

Wes Morgan, fyrirliði Leicester City, var hetja liðsins, en hann skoraði sigurmarkið með góðum skalla á 38. mínútu leiksins.

Þetta er fjórði 1:0 sigurinn hjá Leicester City í röð og í fimm af síðustu sex leikjum liðsins hefur liðið unnið 1:0 sigra. 

90. Leik lokið með 1:0 sigri Leicester City.

85. Jamie Vardy, framherji Leicester City, með fínt skot úr þröngu færi sem Fraser Forster, markvörður Southampton ver. 

79. Skipting hjá Leicester City. Riyad Mahrez fer af velli og Demarai Gray kemur inná. 

74. Dusan Tadic, leikmaður Southampton, fær gult spjald fyrir brot. 

73. Tvöföld skipting hjá Southampton. Steven Davis og Jordy Clasie fara af velli og Jamie Ward-Prowse og Charlie Austin koma inná. 

71. Danny Simpson, bakvörður Leicester City, í dauðafæri eftir góðan undirbúning hjá Jamie Vardy. Fraser Forster, markvörður Southampton, ver frábærlega. 

69. Ryan Bertrand, bakvörður Soutahmpton, með fínt skot sem fer í hliðarnetið.  

64. Skipting hjá Leicester City. Shinji Okazaki fer af velli og Jose Leonardo Ulloa kemur inná. 

60. Jose Miguel Fonte, miðvörður Southampton ansi nálægt því að setja boltan í eigið net, en Fraser Forster, markvörður Southampton, bjargar samherja sínum. 

51. Daniel Drinkwater, leikmaður Leicester City, fær gult spjald fyrir brot. 

46. Seinni hálfleikur byrjar með miklum látum. Victor Wanyama, leikmaður Southampton, brýtur á Jamie Vardy, leikmanni Leicester City, sem er við það að sleppa í gegnum vörn Southampton og fær gult spjald.

46. Seinni hálfleikur er hafinn.

46. Skipting hjá Southampton. Matt Targett fer af velli og Dusan Tadic kemur inná. 

45. Hálfleikur. 

38. MARK. Leicester City - Southampton 1:0. Wes Morgan kemur Leicester City með góðum skalla eftir hárnákvæma fyrirgjöf frá Christian Fuchs, bakverði Leicester City. Þetta er fyrsta mark fyrirliðans í tæpt ár eða síðan í maí á síðasta ári. 

35. Jose Miguel Fonte, miðvörður Southampton, með fínt skot af löngu færi, en Kasper Schmeichel ver skotið vel. 

32. Sadio Mane, leikmaður Southampton, sleppur einn í gegnum vörn Leicester City. Mane kemst framhjá Kasper Schmeichel, markverði Leicester City, en Danny Simpson bjargar því að Mane skori. Boltinn fer í hönd Simpson en það hafði verið ansi grimmur dómur að dæma vítaspyrnu þar sem hönd Simpson var í eðlilegri líkamsstöðu. 

29. Graziano Pelle, framherji Southampton, með ágætis skalla sem fer yfir mark Leicester City. 

20. Leikmenn Leicester City hafa verið sterkari aðilinn í upphafi leiks og átt nokkur hættuleg upphlaup. Það hefur vantað herslumuninn hjá Riyad Mahrez, Shinji Okazaki og Jamie Vardy að reka endahnútinn á vel upp byggðar sóknir liðsins. 

1. Leikurinn er hafinn. 

0. Leicester City er í efsta sæti deildarinnar og getur með sigri náð sjö stiga forystu á toppnum. Gestirnir frá Southampton eru hins vegar í 7. sæti með 47 stig.

Byrjunarlið Leicester City: Schmeichel; Simpson, Morgan, Huth, Fuchs; Mahrez, Kanté, Drinkwater, Albrighton; Okazaki, Vardy.

Byrjunarlið Southampton: Forster, Cédric, Clasie, Fonte, Davis, Mané, Wanyama, Van Dijk, Pellé, Bertrand, Targett.

Fagna stuðningsmenn Leicester í leikslok í dag?
Fagna stuðningsmenn Leicester í leikslok í dag? AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert