Liverpool sigraði nýliðana

Liverpool sækir Bournemouth heim í dag.
Liverpool sækir Bournemouth heim í dag. AFP

Liverpool sigraði Bournemouth 2:1 í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag, en leikið var á Vitality-leikvanginum. Liverpool er átta stigum frá Meistaradeildarsæti eftir sigur dagsins.

Danny Ward lék í marki Liverpool í dag en Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, ákvað að hvíla nokkra öfluga leikmenn fyrir leikinn í dag. Simon Mignolet var einn þeirra.

Ward stóð sig gríðarlega vel og varði oft á tíðum vel. Fyrsta mark leiksins kom á 40. mínútu en þá átti Daniel Sturridge frábært skot með hælnum sem endaði með því að Artur Boruc varði boltann út á Roberto Firmino sem skoraði af stuttu færi.

Aðeins fimm mínútum síðar bætti Sturridge við öðru marki. Jordan Ibe átti þá góða aukaspyrnu sem rataði beint á kollinn á Sturridge sem stangaði knöttinn í netið. Þægileg forysta í hálfleik hjá enska stórliðinu.

Ward hélt áfram að verja vel í þeim síðari. Hann varði frábæran skalla frá Grabban áður en Sturridge átti skot í stöng hinum megin á vellinum.

Joshua King minnkaði muninn á 94. mínútu leiksins er hann lét vaða rétt fyrir utan teig en Ward átti ekki möguleika í boltann. Lokatölur 2:1 fyrir Liverpool sem er í 7. sæti deildarinnar með 51 stig á meðan Bournemouth er í 13. sæti með 41 stig.

Leik lokið. Liverpool fer með sigur af hólmi. Liðið er í 7. sæti deildarinnar með 51 stig, átta stigum frá Arsenal sem er í Meistaradeildarsæti. Bournemouth er í 13. sæti með 41 stig.

90. MARK! Bournemouth 1:2 Liverpool. Joshua KING!!! Hann skorar frábær mark rétt fyrir utan teig. Ward átti ekki möguleika í þetta. Bournemouth reynir að ná stigi hér undir lokin, en það virðist vera of seint.

83. STÖNGIN!!! Daniel Sturridge er með boltann í teignum og nær að snúa sér. Hann tók skotið en boltinn fór í stöng.

82. WARD!!! Frábær markvarsla hjá honum. Það kom fyrirgjöf frá hægri inn á Grabban sem náði góðum skalla en Ward sá við honum.

79. Bournemouth reynir að koma knettinum í netið. Það gengur illa. Fengu ágætis færi fyrir utan teig en skotið var slappt og Ward sá við knettinum.

55. Liverpool að spila góðan fótbolta. Klopp og hans drengir virðast ætla að landa góðum sigri, eins og staðan er núna.

46. Síðari hálfleikur er kominn af stað.

45. Fyrri hálfleik er lokið og staða Liverpool er býsna góð.

45. MARK!! Sturridge skorar með skalla og kemur Liverpool í 2:0. Frábær skalli eftir aukaspyrnu Ojo.

40. MARK!! Firmino kemur Liverpool yfir, staðan er 1:0. Sturridge nær frábæru skoti með hælnum, sem Boruc ver vel. Firmino fylgir hins vegar eftir og kemur gestunum yfir.

24. Randall með ágætt skot en Boruc ver vel í marki Bournemouth.

20. Elphick með góðan skalla eftir aukaspyrnu en Ward í marki Liverpool ver vel.

14. Heimamenn hafa sótt í sig veðrið og sækja meira þessar mínúturnar. 

7. Leikurinn fer rólega af stað. Gestirnir eru þó meira með boltann en hafa ekki náð að skapa sér gott færi, enn sem komið er.

1. Leikurinn er hafinn!

0. Jürgen Klopp gerir 10 breytingar á liðinu sem sigraði Dortmund á fimmtudagskvöld. Firmino er sá eini sem hóf þann leik sem er í byrjunarliðinu í dag.

Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan:

Bournemouth: Boruc, Francis, Elphick, Cook, Daniels, Ritchie, Gosling, Surman, Stanislas, Gradel, King.
Varamenn: Federici, Wiggins, O´Kane, Macdonald, Pugh, Grabban, Wilson.

Liverpool: Ward, Randall, Toure, Lucas, Smith, Allen, Stewart, Ibe, Ojo, Firmino, Sturridge.
Varamenn: Mignolet, Milner, Coutinho, Sakho, Lallana, Origi, Flanagan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert