Ætlum að fresta veislunni örlítið

Van Gaal ætlar að koma í veg fyrir að Leicester …
Van Gaal ætlar að koma í veg fyrir að Leicester tryggi sér enska meistaratitilinn um helgina. AFP

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, vill að hans menn sigri Leicester á sunnudag, til að Leicester geti haldið almennilegt sigurpartí á heimavelli viku síðar.

„Við verðum að vinna Leicester enda erum við í harðri baráttu um fjórða sæti deildarinnar,“ sagði van Gaal en United er í 5. sæti, fimm stigum á eftir Arsenal sem er í fjórða sæti. Lærisveinar van Gaal eiga þó leik til góða á Arsenal.

„Við getum ekki leyft þeim að tryggja sér meistaratitilinn um helgina á Old Trafford. Ég tel að þeir verði meistarar viku síðar þannig að við eyðileggjum ekki veisluna, við frestum henni bara örlítið,“ bætti van Gaal við.

„Ég var sá fyrsti sem sagði að þeir gætu orðið meistarar og þetta kemur mér því lítið á óvart. Þeir gátu yfirleitt stillt upp sama liðinu og þurftu ekki að leika jafn marga leiki og önnur lið sem voru ofarlega í töflunni. Það er gott fyrir deildina og fótboltann að það séu ekki alltaf sömu liðin sem vinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert