Fagnar Leicester titlinum á Old Trafford?

Claudio Ranieri og Lous van Gaal.
Claudio Ranieri og Lous van Gaal. AFP

Með sigri gegn Manchester United á Old Trafford á morgun tryggir Leicester City sér Englandsmeistaratitilinn.

Leikur liðanna hefst á Old Trafford klukkan 13.05 en þegar þrjár umferðir eru eftir hefur Leicester sjö stiga forskot á Tottenham

Hér koma nokkrir punktar frá Man Utd og Leicester:

* Manchester United hefur unnið sex síðustu leiki sína í deildinni gegn Leicester á Old Trafford en Leicester fagnaði síðast sigri á Old Trafford árið 1998 . Þá skoraði Tony Cottee eina mark leiksins.

* Aðeins Manchester City hefur unnið fleiri heimaleiki en United á tímabilinu. City hefur unnið 12 en United 11.

* Wayne Rooney hefur skorað 99 deildarmörk á Old Trafford en frá því hann gekk í raðir Manchester United hefur honum aldrei tekist að skora á móti Leicester.

* Leicester er ósigrað í síðustu 9 leikjum sínum í deildinni og sjö þessara leikja hefur liðið fagnað sigri.

* Leicester státar af besta árangri allra liða á útivelli í deildinni á tímabilinu. Liðið hefur unnið 11 leiki og hefur innbyrt 37 stig í 17 útileikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert