Gerist einu sinni í sögunni

Stuðningsmenn Leicester City eru í skýjunum með Claudio Ranieri.
Stuðningsmenn Leicester City eru í skýjunum með Claudio Ranieri. AFP

„Svona hlutir gerast einungis einu sinni í sögunni að lið eins og Leicester City berjist um sigur í ensku úrvalsdeildinni. Þannig er bara fótboltinn.,“ sagði Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leicester City á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni leik liðsins gegn Manchester United.  

Leicester City tryggir sér enska meistaratitilinn í fyrsta skipti í sögu félagsins með sigri gegn Manchester United og Ranieri telur að félagið fái eingöngu þetta eina tækifæri til þess að bera sigur úr býtum í deildinni.

„Einu sinni á hverjum 50 árum getur lítið félag með takmarkaða fjárhagslega burði haft betur gegn stóru liðunum. Við höfum sýnt stöðugleika sem stóru liðin hafa ekki náð að sýna. Á næsta keppnistímabili mun Manchester United, Chelsea, Liverpool, Manchester City og Arsenal vera í toppbaráttunni og berjast um enska meistaratitilinn við okkur,“ sagði Ranieri enn fremur.

Samkvæmt klásúlu í samningi Ranieri við Leicester City fær ítalski knattspyrnustjórinn 1,2 milljarða í bónus ef liðið verður Englandsmeistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert