„Bara leyfilegt í kynlífs-masókisma“

Louis van Gaal
Louis van Gaal AFP

Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United á það til að vera illskiljanlegur í viðtölum eftir leiki. Nú hefur kappinn sennilega toppað sig með nýjustu ummælum sínum en þar líkir hann atvikum á knattspyrnuvellinum við athafnir sem alla jöfnu fara fram í veröld BDSM-kynlífs.

Van Gaal var spurður út í atvik í leik Manchester United og Leicester í dag, þegar hinn hárprúði Marouane Fellaini virtist hafa gefið Robert Huth, miðverði Leicester olnbogaskot. Van Gaal benti fréttamanni á þá staðreynd að Huth hafi togað í lubbann á Fellaini og það væri bannað í fótbolta. 

Það væri hins vegar leyfilegt í „kynlífs-masókisma“ og svo bauðst Hollendingurinn til að toga í hárið á fréttamanninum. Þessi stórundarlegu ummæli byrja eftir u. þ. b. 2:50 sek í myndbandinu að neðan.

Marouane Fellaini er hárprúður.
Marouane Fellaini er hárprúður. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert