Sakho kominn í bann hjá FIFA

Mamadou Sakho hefur litla ástæðu til að fagna svona þessa …
Mamadou Sakho hefur litla ástæðu til að fagna svona þessa dagana. AFP

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti fyrir stundu að Mamadou Sakho, franski varnarmaðurinn hjá Liverpool, væri í banni um allan heim næstu 30 dagana, vegna meintrar lyfjaneyslu.

UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hafði áður úrskuðað hann í bann á sínum vettvangi í umræddan tíma, eða þar til mál hans hefur hlotið endanlega afgreiðslu hjá sambandinu.

Sakho reyndist hafa tekið efni sem virðist vera fitubrennsluefni en það kom fram í lyfjaprófi eftir sigurleik liðsins gegn Manchester United í Evrópudeild UEFA í síðasta mánuði. Sakho fór ekki fram á að svokallað B-sýni væri skoðað og viðurkenndi með því sekt sína.

Samherji hans, Kolo Touré, fékk sex mánaða bann árið 2011, þegar hann var leikmaður Manchester City, en þá hafði hann tekið inn grenningarlyf með ólöglegum efnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert