Meistari með Leicester og Chelsea

Mark Schwarzer.
Mark Schwarzer. EPA

Einn leikmaður fagnar nú enska meistaratitlinum í knattspyrnu annað árið í röð eftir að hafa verið í röðum Chelsea í fyrra og Leicester City í vetur.

Þetta er hinn 43 ára gamli Mark Schwarzer, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Ástralíu, sem hefur verið í hlutverki varamarkvarðar hjá báðum meistaraliðunum.

Hann yfirgaf þó Chelsea í janúar 2015 og var því ekki hjá félaginu þegar það hampaði meistarabikarnum um vorið, en félagið keypti verðlaunapening handa honum þrátt fyrir það.

Schwarzer spilaði sex leiki með Leicester á lokaspretti síðasta tímabils þegar Kasper Schmeichel var meiddur en hefur ekki þurft að hlaupa í skarðið fyrir hann á yfirstandandi tímabili. Hann hefur spilað með enskum liðum undanfarin 20 ár og á að baki 626 deildaleiki á ferlinum ásamt því að hafa leikið 109 landsleiki fyrir Ástralíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert