„Mesta afrekið á öldinni“

Stuðningsmenn Leicester City fagna meistaratitlinum í gærkvöld.
Stuðningsmenn Leicester City fagna meistaratitlinum í gærkvöld. AFP

„Þetta er mesta afrekið á öldinni,“ segir Martin O'Neill landsliðsþjálfari Íra í knattspyrnu og fyrrum knattspyrnustjóri Leicester City um árangur liðsins sem í gær landaði enska meistaratitlinum í fyrsta sinn í sögu félagsins.

„Ranieri á skilið allt það besta í heiminum og leikmenn liðsins hafa verið tilkomumiklir og hreint út sagt magnaðir,“ segir O'Neill, sem stýrði liði Leicester frá 2000 til 2005.

Fyrir tímabilið voru líkurnar 1:5000 að Leicester yrði Englandsmeistari en liðið bjargaði sér frá falli með frábærum endaspretti á síðustu leiktíð og á þessu tímabili hefur liðið aðeins tapað þremur leikjum í deildinni, tveimur á móti Arsenal og einum gegn Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert