Tottenham gæti fengið háa sekt

Mynd af átökum leikmanna Tottenham Hotspur og Chelsea í leik …
Mynd af átökum leikmanna Tottenham Hotspur og Chelsea í leik liðanna í gærkvöldi. AFP

Tottenham Hotspur mun að öllum líkindum fá háa sekt frá enska knattspyrnusambandinu þar sem myndskeið náðir af ósæmilegri háttsemi leikmanna liðsins þegar liðið gerði 2:2 jafntefli við Chelsea og missti þar af leiðandi endanlega af enska meistaratitlinum í gærkvöldi. 

Ekki er útilokað að stig verði dregin af liðinu en það þykir þó harla ólíklegt. Stig voru til að mynda dregin af Arsenal og Manchester United vegna átaka milli leikmanna liðanna í leik árið 1990, en sekt var látin duga þegar upp úr sauð milli leikmanna sömu liða árið 2003.

Sekt Tottenham Hotspur verður þó í öllu falli hærri en ella þar sem um annað brot liðsins er að ræða á þessu keppnistímabili ef leikmenn liðsins verða fundnir sekir. Tottenham Hotspur fékk sekt fyrir að hafa ekki stjórn á hegðun leikmanna í leik gegn WBA á The Hawthorns í desember á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert