„Veit ekki hvert leyndarmálið er“

Claudio Ranieri.
Claudio Ranieri. AFP

„Eins og þið getið rétt ímyndað ykkur þá líður mér vel,“ sagði Claudio Ranieri knattspyrnustjóri Englandsmeistara Leicester í samtali við Sky Sports í morgun.

„Ég var heima að fylgjast með leiknum. Ég var í hádegismat með móður minni á Ítalíu og kom heim klukkan 19. Klukkan 20 fylgdist ég svo með leiknum í sjónvarpinu. Nú getum við fagnað saman og ég er mjög, mjög glaður,“ sagði Ranieri.

„Kannski ef ég hefði unnið þetta í byrjun ferilsins þá hefði ég gleymt þessu. Nú er ég gamall maður og man þetta. Ég er svo glaður fyrir hönd stuðningsmannanna, stjórnarformannsins og alls Leicester samfélagsins. Ég veit ekkert hvert leyndarmálið er. Leikmennirnir, hjartað og sálin og hvernig þeir spiluðu. Við munum halda áfram og við viljum bæta við,“ sagði Ítalinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert