Barcelona horfir til Newcastle

Ayoze Perez.
Ayoze Perez. AFP

Enski miðillinn Mirror greinir frá því í kvöld að Barcelona fylgist grannt með stöðu mála hjá Ayoze Pérez, leikmanni Newcastle, og vilji fá hann til liðs við sig í sumar.

Pérez er 22 ára gamall og kom til Newcastle fyrir tveimur árum frá Tenerife í spænsku 2. deildinni. Hann vakti verðskuldaða athygli á sinni fyrstu leiktíð með félaginu og fór fljótt að vekja athygli stærri liða.

Forráðamenn Barcelona eru sagðir vilja fá Pérez til liðs við sig og sjá hann sem framtíðarmann í sóknarteymi sínu þar sem hann muni þroskast vel í kringum þá Luis Suárez, Neymar og Lionel Messi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert