Andrea Bocelli syngur í veislu Leicester-manna

Andrea Bocelli og konan hans Veronica Berti.
Andrea Bocelli og konan hans Veronica Berti. ALBERTO PIZZOLI

Tenórsöngvarinn Andrea Bocelli mun þenja raddböndin næstkomandi laugardag á King-Power-vellinum í Leicester þegar liðið lyftir Englandsmeistarabikarnum.

Bocelli uppfyllir með því loforð sem hann gaf Claudio Ranieri, knattspyrnustjóra Leicester, fyrir skömmu.

Hinn 57 ára gamli Bocelli hringdi í Ranieri fyrir einum og hálfum mánuði og hét stuðningi.

Það er því ljóst að Claudio Ranieri stýrir ekki bara fótboltaliði Leicester heldur einnig veisluhöldunum sjálfum.

„Hann mun syngja hérna. Hann hringdi í mig fyrir einum og hálfum mánuði. Hann var svo ánægður með það sem var að gerast í Leicester og sagði: Ég vil koma og syngja eitthvað. Ég sagði frábært, af hverju ekki?“ sagði Ranieri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert