Courtois vill yfirgefa Cheslea

Belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois.
Belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois. AFP

Ensku götublöðin segja frá því morgun að belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois hafi í hyggju að losna úr herbúðum Chelsea að loknu þessu keppnistímabili. Ástæðan er sú að  kastast hefur í kekki með Courtois og Christophe Lollichon, markvarðaþjálfar Chelsea. 

Antonio Conte, sem tekur við knattspyrnustjórn Cheslea í sumar, er sagður hafa blandað sér í deilurnar og m.a. lagt til að nýr markvarðaþjálfari verði fengið til Chelsea. Sú hugmynd á ekki að hafa hlotið hljómgrunn. 

Courtois er aðeins 23 ára gamall en er þegar fyrir nokkru kominn í hóp allra bestu markvarða heims. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert