Merson rífur City í sig

Nicolas Otamendi, varnarmaður Manchester City, svekktur eftir að hafa fallið …
Nicolas Otamendi, varnarmaður Manchester City, svekktur eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu. AFP

Paul Merson, sparkspekingur á Sky Sports segir að enska úrvalsdeildarliðið Manchester City hafi sýnt verstu frammistöðu sem hann hefur nokkurn tímann séð í fótbolta gegn Real Madrid í síðari undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu.

Lokatölur urðu 1:0 fyrir Real Madrid en Manchester City hefði nægt að skora eitt mark til að komast áfram þar sem fyrri leikurinn fór 0:0.

City náði hins vegar aðeins einu skoti á markið og náði ekki að skapa sér eitt einasta færi í leiknum.

Ég myndi segja að þetta sé það versta sem ég hef séð í fótbolta. Þetta voru undanúrslitin í Meistaradeildinni og City hafði 15 mínútur til að skora og koma sér í úrslit. Þeir áttu að henda öllum fram, líka miðvörðunum, öllum!” sagði Merson

„City let ekki á þetta reyna. Ég trúði ekki mínum eigin augum á miðvikudag. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Mun City einhvern tímann fá betra tækifæri til þess að koma í úrslitaleik Meistaradeildarinnar aftur?"

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert