Ronaldo: Rashford minnir á mig

Marcus Rashford og félagar fagna með stuðningsmönnum í leiknum við …
Marcus Rashford og félagar fagna með stuðningsmönnum í leiknum við Everton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. AFP

Brasilíska knattspyrnugoðið Ronaldo, einn besti framherji sögunnar, segir að hinn 18 ára gamli Marcus Rashford, framherji Manchester United, eigi afar bjarta framtíð fyrir sér.

Rashford fékk sæti í aðalliði United á þessu ári og hefur slegið í gegn, og skorað sjö mörk í 15 leikjum. Sumir hafa gengið svo langt að segja Rashford verðskulda sæti í enska landsliðshópnum sem fer á EM í Frakklandi í sumar.

Ronaldo, sem 20 ára gamall skoraði 34 mörk í 37 leikjum fyrir Barcelona, er hrifinn af Englendingnum unga:

„Hann er mjög góður, ungur leikmaður. Ég sé sjálfan mig í honum að vissu leyti. Hann er hugrakkur, fljótur og mjög góður með boltann,“ sagði Ronaldo við The Sun.

„Framherjar verða að vera hungraðir í að skora og ég sé að hann hefur þetta hungur. Hann á ótrúlega framtíð fyrir sér,“ sagði Ronaldo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert