Wenger skýtur á Tottenham

Arsene Wenger.
Arsene Wenger. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, skaut létt á erkifjendurna í Tottenham í dag á blaðamannafundi fyrir leiks liðsins gegn Manchester City um helgina.

Wenger var þar spurður um hvort það að Tottenham endi fyrir ofan Arsenal í deildinni, líkt og allar líkur eru á, sé það sem koma skal hjá félögunum frá Lundúnaborg.

Wenger segir það svo alls ekki vera. Þetta sé einstakt tilfelli.

„Ef þeir gera það þá má segja að það sé einstakt tilfelli þar sem að í 20 ár þá hefur það gerst einu sinni,” sagði Wenger brattur á blaðamannafundi í dag,“ sagði Wenger.

Arsenal hefur 67 stig í 3. sæti deildarinnar en Tottenham 70 í 2. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. 

„Markmið okkar er að tryggja veru í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, og ef mögulegt er, að ná 2. sætinu, eða að minnsta kosti tryggja 3. sætið. Á sunnudag getum við náð því,” sagði Wenger meðal annars á fréttamannafundinum.

Arsenal á eftir að mæta Manchester City og botnliði Aston Villa.

Tottenham á eftir að mæta Southampton og Newcastle.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert