Giggs ætti að fara frá Manchester

Hvað gerir Giggs?
Hvað gerir Giggs? AFP

Chris Coleman, landsliðsþjálfari Wales, telur að Ryan Giggs ætti að yfirgefa Manhcester United nú þegar búið er að reka knattspyrnustjórann, Louis van Gaal. Giggs hefur verið aðstoðarmaður Van Gaal undanfarin tvö tímabil.

„Hann er með mikla reynslu eftir að hafa unnið með Louis van Gaal og David Moyes og auðvitað eftir að hafa verið leikmaður undir stjórn Sir Alex Ferguson,“ sagði Coleman.

„Er stjórastarfið hjá United of mikið fyrir hann núna? Þetta er stórt og erfitt starf. Kannski þyrfti hann að öðlast ennþá meiri reynslu og byrja á því að vera knattspyrnustjóri hjá einhverju öðru liði fyrst. Ég held að Giggs hafi allt sem þarf til að verða góður knattspyrnustjóri,“ bætti Coleman við. 

„Það verður erfitt fyrir Giggs að yfirgefa United en það gæti verið gott fyrir hann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert