Mignolet fær samkeppni hjá Liverpool

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er með veskið á lofti þessa …
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er með veskið á lofti þessa dagana. AFP

Þýski markvörðurinn Loris Karius, sem leikið hefur með Mainz síðan árið 2012, er á leið í læknisskoðun hjá Liverpool og gangi hún að óskum mun hann ganga til liðs við félagið á næstu dögum.

Talið er að kaupverðið á þessum fyrrverandi markverði þýska U-21 árs landsliðsins sé 4,7 milljónir punda. Þá herma heimildir Skysports að gengið hafi verið samningi um kaup og kjör hjá Karius.

Simon Mignolet, markvörður Liverpool, mun því fá harða samkeppni um markmannsstöðuna hjá liðinu næsta vetur. Ef læknisskoðunin gengur hnökralaust fyrir sig hjá Karius verður hann þriðju kaup Jürgen Klopp í sumar.  

Áður höfðu þýski varnarmaðurinn Joel Matip og serbneski miðvallarleikmaðurinn Marko Grujic gengið til liðs við Liverpool, en Matip kemur frá Schalke og Grujic frá Rauðu stjörnunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert