Skoraði tveimur árum eftir hjartaaðgerð

Wembley, þjóðarleikvangur Englendinga.
Wembley, þjóðarleikvangur Englendinga. AFP

Sigurs enska knattspyrnuliðsins Morpeth Town í bikarúrslitaleik ensku utandeildarinnar á Wembley á í gær verður helst minnst fyrir mark hins 45 ára gamla varnarmanns Chris Swailes, sem varð elsti leikmaðurinn til þess að skora mark í bikarúrslitaleik á Wembley.  

Það sem gerir mark Swailes enn merkilegra er sú staðreynd af hann fór í hjartaaðgerð eftir að hafa fengið aðsvif í leik með þáverandi liði sínu Dunston UTS fyrir tveimur árum. Þá er Swailes með nagla í hælnum vegna meiðsla sem gerðu út um atvinnumannaferil hans, til þess að kóróna hetjuímynd hans. 

„Fyrir tveimur árum var ég svo þróttlítill að ég gat ekki gengið upp stiga. Það var því ekki mikil skynsemi í því að vera að spila fótbolta, ég viðurkenni það alveg. Ég fór í hjartaaðgerð og mér líður mun betur í dag og er með mun meira úthald,“ sagði Swailes í samtali við enska fjölmiðla eftir leikinn í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert