Stoðsendingakóngurinn Özil

Özil á auðvelt með að leggja upp mörk.
Özil á auðvelt með að leggja upp mörk. AFP

Mesut Özil, leikmaður Arsenal, var með flestar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili með nítján stoðsendingar, einni frá því að jafna stoðsendingamet Thierry Henry. Þrátt fyrir að hafa verið grátlega nálægt þeim áfanga náði hann öðrum, og álíka lofsverðum.

Titill stoðsendingakóngs í Englandi er sá sjöundi í safni Özil, en hann hefur lagt upp flest mörk á tímabili í hverju einasta landi sem hann hefur leikið í. Hann var með flestar stoðsendingar í þýsku 1. deildinni þegar hann lék fyrir Wolfsburg, í þeirri spænsku með Real Madrid.

Ekki er hann lakari utanlands en Özil hefur verið stoðsendingakóngur í Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni, Evrópumóti landsliða og á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Tölurnar má sjá á meðfylgjandi twitter-mynd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert