Karius í markið hjá Liverpool

Liverpool hefur gert langtímasamning við hinn 22 ára gamla markvörð Loris Karius frá Mainz. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

„Þetta er frábær tilfinning og það er heiður að spila fyrir klúbb eins og þennan,“ sagði Karius í viðtali við heimasíðu Liverpool. „Félagið á sér einstaka sögu og stuðningsmennirnir eru frábærir. Ég hlakka til að spila á Anfield.“

Karius kemur frá Mainz, sem Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, stýrði áður en hann tók við Dortmund. „Ég ræddi við þjálfarann og tilfinningin var góð eftirá því hann gaf mér góða sýn á því hvað hann vildi gera með liðið og leikmennina.“

Karius lék 34 leiki í þýsku A-deildinni á síðasta tímabili og hélt hreinu níu sinnum. Liverpool vonast til þess að vera komið með markvörð framtíðarinnar. Þó er ekki er ljóst hvort hann taki við stöðu aðalmarkvarðar af Mignolet eður ei, en Belginn hefur verið hart gagnrýndur fyrir frammistöður sínar á liðnu tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert