„Þetta verður geðveikt!“

Liðskonur FH fagna marki.
Liðskonur FH fagna marki. Eggert Jóhannesson

„Ég er bara frekar ánægð, við fáum heimaleik sem er frábært. Kaplakrikinn gefur manni ákveðinn styrk og hvatningu,“ sagði Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir, fyrirliði FH, en FH tekur á móti bikarmeisturum Stjörnunnar í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna 11. júní. Dregið var í hádeginu í dag.

„Stjarnan er eitt af bestu liðunum, hefur verið Íslandsmeistari nokkrum sinnum og var bikarmeistari síðustu tvö ár. Þetta verður geðveikt, við hlökkum til.“

„Þær eru góðar í bikarnum og eru með þétt og sterkt lið, en við líka. Við erum ungar en samt sterkar og við kunnnum að spila saman,“ sagði Sveinbjörg sem var vongóð og spennt fyrir viðureigninni. „Við höfum verið að stríða þessum stóru liðum í síðustu leikjum. Við náum ótrúlega vel saman sem lið, þótt við séum ekki með stjörnuleikmenn eins og flest önnur lið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert