Benitez framlengdi við Newcastle

Rafael Benitez gerði þriggja ára samning við Newcastle í dag.
Rafael Benitez gerði þriggja ára samning við Newcastle í dag. Heimasíða Newcastle

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Newcastle United á Englandi, framlengdi í dag samning sinn við félagið til næstu þriggja ára en félagið staðfesti þetta í dag. Newcastle féll úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Benitez var látinn taka poka sinn hjá spænska stórliðinu Real Madrid í byrjun árs en tveimur mánuðum síðar tók hann við Newcastle.

Honum tókst ekki að koma í veg fyrir að liðið félli niður í B-deildina en hann hefur þó ákveðið að vera áfram hjá félaginu og koma því aftur upp í deild þeirra bestu.

Hann skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við félagið en þetta kom fram á heimasíðu Newcastle í dag.

Benitez hefur áður stýrt liðum á borð við Chelsea, Liverpool, Napoli og Valencia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert