Skrtel á förum

Martin Skrtel mun að öllum líkindum yfirgefa Liverpool.
Martin Skrtel mun að öllum líkindum yfirgefa Liverpool. AFP

Martin Skrtel, varnarmaður Liverpool á Englandi, verður að öllum líkindum ekki áfram í herbúðum félagsins á næstu leiktíð, en umboðsmaður maður hans greindi frá þessu í dag.

Skrtel, sem er 31 árs gamall, kom til Liverpool árið 2008 frá Zenit í Rússlandi, en hann hefur spilað mikilvægt hlutverk í hjarta varnarinnar síðustu ár. Hann er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins en svo virðist sem hann sé á leið frá Liverpool.

Hann glímdi mikið við meiðsli á leiktíðinni sem var að klárast sem varð til þess að hann missti sæti sitt en Mamadou Sakho og Dejan Lovren náðu að festa sig í sessi sem miðvarðarpar hjá liðinu. Nú segir umboðsmaður Skrtels að hann sé líklega á leið frá félaginu.

„Það eru 90 prósent líkur á því að Skrtel yfirgefi Liverpool. Það er það eina sem ég get sagt,“ sagði Karol Csonto, umboðsmaður Skrtels, við fjölmiðla í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert