Met í brottrekstrum

Louis van Gaal var sá 56. sem var rekinn.
Louis van Gaal var sá 56. sem var rekinn. AFP

Aldrei hafa fleiri knattspyrnustjórar verið reknir úr starfi á Englandi en á keppnistímabilinu sem nú er að ljúka.

Þetta kemur fram í tölum sem Samtök knattspyrnustjóra hafa birt en 56 stjórar voru reknir á tímabilinu í fjórum efstu deildunum á Englandi, auk þess sem fjórtán til viðbótar sögðu starfi sínu lausu.

Richard Bevan, framkvæmdastjóri samtakanna, sagði að þetta væri versta tímabilið í sögunni. Áður hafa mest verið reknir 47 stjórar, á keppnistímabilinu 2014–2015, en metið þar áður var 46 brottrekstrar tímabilið 2006–2007.

Þessir 56 stjórar, Louis van Gaal hjá Manchester United síðastur í röðinni, voru að meðaltali í 15 mánuði í starfi hjá viðkomandi félögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert