Zlatan og Mourinho leiða United á rétta braut

Gengur Zlatan Ibrahimovic til liðs við Manchester United?
Gengur Zlatan Ibrahimovic til liðs við Manchester United? AFP

Fyrrverandi sóknarmaður Manchester United, Dwight Yorke, telur að nýr knattspyrnustjóri United, José Mourinho, geti leitt liðið til vegs og virðingar á nýjan leik.

Yorke vonar að eitt af fyrstu verkum Mourinho hjá United verði að krækja í sænska sóknarmanninn Zlatan Ibrahimovic. Mourinho var knattspyrnustjóri Inter þegar Zlatan lék með liðinu fyrir átta árum og náðu þeir einstaklega vel saman.

„Ég er mikill aðdáandi Zlatans og mér þykir hann hafa átt stórkostlegan feril. Hann hefur til að mynda leikið gríðarlega vel með Paris SG síðustu tímabil,“ sagði Yorke.

„Hann virðist verða betri með aldrinum og langar að leika í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur leikið á flestum öðrum stöðum og ég er viss um að hann langar að enda ferilinn með Manchester United, fái hann tækifæri til þess,“ sagði Yorke og bætti við að það væri svo sannarlega skref í rétta átt fyrir United:

„Ef Zlatan gengur til liðs við Manchester United og leikur undir stjórn Mourinho þá er það stórt skref. United væri þá á réttri leið að verða besta liðið í landinu á nýjan leik.“

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United.
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert