Urðu goðsagnirnar undir?

Þessi fagnaði ráðningu Jose Mourinho til Manchester United við Old …
Þessi fagnaði ráðningu Jose Mourinho til Manchester United við Old Trafford leikvang liðsins í gær. AFP

Svo virðist sem skoðanir goðsagna á Old Trafford, Sir Alex Fergusons og Sir Bobby Charltons, hafi orðið undir í áætlunum um nánustu framtíð ensku bikarmeistaranna Manchester United.

Almennt er talið að Ferguson og Charlton hefðu kosið annan valkost en José Mourinho fyrir United en hann var engu að síður ráðinn knattspyrnustjóri í gær. Ýmis ummæli þessara tveggja stjórnarmanna í gegnum tíðina benda til þess að þeir séu ekki of hrifnir af persónu Mourinho þótt þeir beri virðingu fyrir árangri hans sem knattspyrnustjóra.

En hvenær er maður stjórnarmaður og hvenær er maður ekki stjórnarmaður? Af umræðunni mætti ætla að Ferguson og Charlton tækju þátt í ákvarðanatökunni hjá Manchester United. Sú er þó ekki beinlínis raunin.

Sjá fréttaskýringu um stjórnendamál hjá Manchester United í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert