Rashford að framlengja

Marcus Rashford í leik með Manchester United.
Marcus Rashford í leik með Manchester United. AFP

Marcus Rashford, framherji Manchester United á Englandi, er búinn að framlengja samning sinn við félagið en Telegraph greinir frá þessu í dag.

Rashford, sem er 18 ára gamall, skaust fram í sviðsljósið í febrúar er hann byrjaði inni á gegn danska liðinu Midtjylland en þá skoraði hann tvö mörk. Nokkrum dögum síðar skoraði hann svo gegn Arsenal en samtals skoraði hann 8 mörk í 18 leikjum á tímabilinu.

Hann var valinn í 26 manna hóp enska landsliðsins á dögunum og skoraði í sínum fyrsta landsleik í 2:1 sigri á Ástralíu.

Telegraph greindi frá því í dag að Rashford væri nú þegar búinn að skrifa undir framlengingu á samning sínum hjá United en hann mun þéna 20 þúsund pund á viku.

José Mourinho tók við United á dögunum eftir að Louis van Gaal var látinn taka poka sinn en áhugavert verður að sjá hvort Mourinho hafi not fyrir Rashford.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert