Enskt ungstirni fyrstu kaup Mourinho?

Reece Oxford, leikmaður West Ham United, vakti athygli annarra liða …
Reece Oxford, leikmaður West Ham United, vakti athygli annarra liða með frammistöðu sinni í vetur. AFP

Reece Oxford sem sló í gegn með West Ham United síðastliðinn vetur er undir smásjánni hjá Manchester United og þessi ungi og efnilegi leikmaður gæti orðið fyrstu kaup José Mourinho hjá nýju félagi.  

Manchester City og Liverpool hafa einnig sýnt Oxford áhuga. Forráðamenn West Ham segjast ekki hafa fengið formlegt tilboð frá Manchester United, en hafa skynjað áhuga frá félaginu. Talið er að Manchester United hafi hug á að greiða 10 milljónir punda fyrir Oxford, en West Ham United vilji hærra verð fyrir leikmanninn.   

David Gold, stjórnarformaður West Ham United, hefur einnig slegið á væntingar annarra félaga um að tryggja sér þjónustu þessa 17 ára gamla varnarmanns með því að segja að hann sé ekki til sölu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert